2.12.2009 | 06:30
Piparkökugrautur
Ég viðurkenni það fúslega - ég er deigæta! Það er kannski hræðilega skelfilega ógeðslegt, en deig er gott, það er það bara. Besta deig sem ég veit um er piparkökudeig. Þegar ég útbý piparkökur verður aldrei neitt úr skammtinum þar sem undirrituð er búin að hamsa í sig ýmsa "enda" deigsins, kökur sem hafa "klikkað" og kökur sem eru alltof ljótar til að baka og bjóða fólki uppá. Það er náttúrulega ekki hægt að hnoða þær aftur í deigklumpinn og reyna aftur. Þær eru fordæmdar ónýtar, af mér, og einungis mínum sérlega munni bjóðanlegar... og jafnvel þeirra sem við baksturinn sitja með mér. Það er... ef þeir borða deig.
Þar af leiðandi, til að sporna við því að átvaglið éti á sig gat af piparkökudeigi, var útbúinn piparkökugrautur í morgun. Nei, ekki jafn hættulega góður og deigið en einn daginn mun hann verða það. Einn daginn!! Þegar ég er búin að finna nákvæmlega hárréttu blönduna af kanil, negul og engifer!
E-grautur dagsins innihélt því snefil af þessum kryddum og þegar ég þefaði af honum áðan fann ég piparkökulykt. Það telst með er það ekki? Það var meira að segja vottur af piparkökubragði. Svo gott... svo gleðilegt. Hlakka til þegar þetta meistaraverk er fullkomnað og lítur dagsins ljós. Grautar, pönnukökur... here I come!
Það er seint hægt að segj að þessi grautarskál sé falleg og fín. Svona lítur grauturinn út þegar hann er hrærður og mallaður í sömu skálinni, settur inn í ísskáp og ég búin að borða svo gott sem helminginn af honum áður en ég tek mynd. Bætti líka egginu við í morgun - oh, rauða og grautur. En þrátt fyrir subbuskap og harðnaðar brúnir þá eru litirnir í þessari skál ferlega flottir. Það verður nú bara að segjast.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Lífstíll, Egg, Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 11:43 | Facebook
Athugasemdir
ertu að segja mér það að þú sért að borða hrátt egg ?? eða er ég að misskilja myndina e-ð??
Heba Maren (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 07:22
Ekki hrátt, heldur poached. Notaði reyndar örbylgjuna í að "sjóða" það. Nokkrar msk af vatni í glas, brjóta egg ofan í glasið og inn í öbylgju í 1 mínútu. Þá verður hvítan stíf en rauðan blaut. Nákvæmlega eins og rauður eiga að vera... mmm! Ef eggið er mikið lengur í örbylgjunni verður rauðan hörð - sem er það hræðilegasta sem ég veit. Förum ekki nánar út í það...
Elín Helga Egilsdóttir, 2.12.2009 kl. 08:09
Ég var sumsé búin að sprengja kvekendið.
Elín Helga Egilsdóttir, 2.12.2009 kl. 08:14
pjúff ætlaði að segja'ða... ég er nefnilega drulluhrædd við hrá egg...
Heba Maren (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 08:22
Er maður klikkaður þegar að þetta er actually farið að verða mjög girnilegt? Ég sver það, áður en ég fór að lesa síðuna þína datt mér ekki í hug að blanda neinu við hafragrautinn og núna er egg út í orðið girnilegt :p Hlakka til að prófa :)
R (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 09:33
Eggið er ofur. Hafði ekki mikla trú á því sjálf til að byrja með en þegar smjattað er á einum bita af graut með smá rauðu þá gerist eitthvað stórkostlegt. Alveg svakalega gott
Elín Helga Egilsdóttir, 2.12.2009 kl. 09:42
Já maður fær sko alveg nýja sýn á hafragraut þegar maður les bloggið þitt :) Ég var í nákvæmlega sömu pælingum og R ... allt þangað til ég datt hingað inn Svo er líka svo gaman að lesa bloggið þitt ... hressleikinn skín svo í gegn
Ásta (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.