Góðir grautar og pakkastúss

E-grautur eftir aldeilis ágæta brennslu í morgun. Þetta var besti grautur sem ég hef borðað í langan tíma. Ekkert öðruvísi eldaður en aðrir E-grautar sem ég hef hrært í en guð minn góður hvað það skiptir miklu máli hvenær átvaglið borðar. Yfirleitt er ég að borða fyrstu máltíð dagsins klukkan 06:00 að morgni og þá næstu klukkan 09:00. Fyrsta máltíðin í dag var eftir ofurbrennsluna klukkan 08:00. Ég get svo svarið það að maginn á mér var við það að breytast í svarthol þegar ég smjattaði á fyrsta grautarbitanum - himeskur biti sem það var.

Ofur E-grautur

Þegar ég mætti í vinnuna beið mín pakki.

Vinnupakki

JÓLADAGATAL! Hihiiiii...

Jóladagatal

Æðisleg hugmynd!

Numero uno

Fyrsti böggull opnaður 

 

 

 

 

 

MiðinnAllt að ske 

 

 

 

 

 

Hringur og stimpillSvona líka fínn 

 

 

 

 

 

Úúú.. stimpill líka! Þetta er eins og dótið sem maður fékk hjá tannlækninum í "gamla daga".

Stimplahringur

Ég lét þó ekki glepjast. Pakkar höfða ekki til mín. Jólin snúast ekki um pakka og peninga og gjafir og efnishyggju og...

...

FootinMouth

Það er samt ekki alfarið satt - ÉG ELSKA PAKKA!!! það er alltaf gaman að fá pakka! Þetta var æði og ég á mjög erfitt með að rífa ekki upp restina til að sjá hvað er í litlu fínu kössunum! Gaaaahh!! W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk frábærlega fyrir besta blogg ever....uppskriftirnar og allt...

ekkert smá jákvæð og glöð sem gerir mig líka voða happy þegar ég kíki inná hjá þér:)

En mig langar að vita eitt..ofurbrennsla?? Hvað er það sem þú gerir?? Stiginn í tvo tíma eða.....(ég er strax farin að svitna)

Mátt vita það að bloggið þitt heldur mér vakandi yfir minni heilsu..hefurðu hugleitt að gefa út heilsubiblíu???:) hún þyrfti að vera til á hverju heimili:)

Takk fyrir mig

Dísa (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 13:00

2 identicon

oohh man... kellan ætlar að fara að prufa að baka og það er svo MIKIÐ gott um að velja á síðunni þinni.. múhaha.. dam you you duglega kona... hmm

en hefuru prufað að setja grænmeti inn í uppskriftirnar þínar? ég fékk að láni eina enska bók með hollum uppskriftum og sú kona bætti inn spínati, gulrótum,graskeri ofl í sínar uppskriftir... mjög sniðugt fyrir þær sem eiga börn. Falið grænmeti múhahaha þetta er kona jerri sænfeld minnir mig..

Heba Maren (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 14:35

3 identicon

En sniðugt og kósý jóladagatal!! :) Krúttleg vinnan þín!

En annars styð ég ógeðslega mikið útgáfu þín á heilsubiblíu. Þvílíkt frábær hugmynd!! DO IT MAN!!

Erna (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 14:39

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Dísa: Ohhh, takk segi ég nú bara sömuleiðis! Ekkert smá gaman að heyra þetta. Virkilega. Heyrðu já, brennslan. Er núna að skiptast á að taka HIIT (spretti), MIIT (sprettir, aðeins minna álag. M = mild) og hringþjálfun. Eitt brennsluform per brennsludag sem eru 4 dagar í vikunni. Tók 27 mínútna MIIT í morgun. Rífur vel í.

Heba Maren: Ég hef reyndar ekki prófað spínat og sjóleiðis í brauð eða kökur. Bara í le graut og próteindrykki. Svolítið sniðugt að trodda grænmeti út um allt - það getur amk ekki skemmt fyrir  Ef þú prófar, endilega deila reynslunni. Væri spennó að sjá hvort súkkulaðikaka gæti virkað með brokkolí og púrru

Erna: Já. Svolítið gaman að fá svona pakka. Heilsubiblía, jah, við sjáum til hvort andinn komi yfir mig. Annars held ég að það séu aðrir töluvert færari í heilsubiblíupælingum en ég  Ég er svoddan meðal-gúbbi að annað eins væri helmingi of mikið.

Elín Helga Egilsdóttir, 1.12.2009 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband