Jólin mætt í Gúmmulaðihellinn

1. desember! Hihiiiii

Það er orðið jólalegt. Svo mikið jólalegt! Fyrsti í aðventu liðinn, Boston Boston Boston eftir 4 daga, uppskriftirnar í jólapakkann eru allar að taka á sig mynd og skreytarinn tók völdin um helgina. Smá partur af jólaskrauti komið upp. Á til dæmis eftir að kaupa greni greinar ofan á píanóið. Gúmmulaðihellirinn er geigvænlega kósý og heimilislegur þessa stundina. Smákökulykt eftir bakstur, jólalög... náttúrulegt umhverfi átvaglsins.

Jólakisi

Jólahorn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á Þorlák verður svo Lilli Au skreyttur. Lilli Au er gervijólatré sem er minna er allt sem er lítið í heiminum, ræfilslegt, bert en best! Ekkert sem jólaskraut og almenn hamingja ráða ekki við. Eftir skreytingu á Lilla Au tekur við jólamyndamaraþon. Christmas Vacation, Lord of the Rings, Nightmare before Christmas, Love Actually, Bad Santa, The Grinch... elsku besta fólkið mitt. Ef þið bara gætuð fundið það gegnum skjáinn hversu mikill jólasveppur ég er, hversu mikið ég hlakka til og hversu mikið ég lifi og hrærist í þessu jólastússi, þá mynduð þið án efa brosa út í annað.

Uppáhalds kirkjan mín

Julelys

 

 

 

 

 

 

Píanógleði

 Eldhúsglugginn

 

 

 

 

 

Svo á ég það til, ef ég verð óviðráðanlega spennt yfir einverju, að stappa niður fótunum, klappa saman höndum mjög hratt og ískra. Spennukippir sem ég tek ekki einusinni eftir sjálf. Palla þótti þetta mjög truflandi fyrst þegar hann varð vitni að gjörningnum... inn í miðri Kringlu... ég held hann sé þó búinn að venjast gleðitryllingnum.

Gríla og LeppalúðiVantar grenið

 

 

 

 

 

 

 

Ef þið hafið ekki tekið eftir því þá snýst jólaskraut mikið um jólaljós í mínum helli. 

Ahh jólin! Jólaönd! Jólagrautur! Jólanáttföt! Jólakonfekt! Jóla jóla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóla, jóla, jóla, jóla, jóóóóóóóóla

Obbalega jólafínt hjá ykkur essssskurnar mínar!

dossa (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 20:16

2 identicon

 Eru ekki allir sem thessa bloggsídu heimsaekja sammála thví ad heimili Ellu sé ordid virkilega cozy......jólacozy! ?

Very nice indeed.

Hungradur (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 20:23

3 identicon

Þið eruð svo miklar Jóla frænkur þú og Dossann :D

Ólína (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 21:17

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Glæzó....

Steingrímur Helgason, 1.12.2009 kl. 23:55

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þetta er ekkert nema notalegt. Ef það væri arinn hérna þá myndi ég líklega ekki fara út úr húsi og drekka þyngd mína í heitu kakó!

Elín Helga Egilsdóttir, 2.12.2009 kl. 06:31

6 identicon

Meira að segja sjálfur jólakötturinn hreiðrar um sig í jólahellinum 

Bergrún (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 22:49

7 identicon

OOOOOHHHH sooo fíííínt!!  Ég er líka í miklu skrík-íki þessa dagana. Sef aldrei neitt og eyði nóttunum í að plana desember í huganum!

Svo segi ég það sama um arinn, ef ég hefði svoleiðis þá myndi ég færa sófann að honum og never leave!! Guð minn góður hvað það væri notalegt.

Erna (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 08:17

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Bergrún: Já, jólakettir út um allt. Þeir eru mjög spenntir fyrir jólaskrautinu - þykir mikið til þess koma og trúa því í einu og öllu að það hafi verið sett upp fyrir þá.

Erna: Þegar ég verð rík og fræg kaupi ég mér arinn. Þarf svosum ekkert hús í kringum hann, en arininn kaupi ég!

Elín Helga Egilsdóttir, 3.12.2009 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband