29.11.2009 | 13:08
Ég er þakklát fyrir...
...vinina mína!
Ég er þakklát fyrir marga aðra hluti, en í dag er ég þakklát fyrir þennan æðislega frábærlega fína vinahóp sem ég tilheyri. Ég er eitt heppið átvagl! Þakkargjörð númer 2 byrjaði, leið og lauk uppúr miðnætti í gær. Maturinn var stórkostlegur, félagsskapurinn frábær og andrúmsloftið ljúfara en heitt kakó með rjóma þegar kalt er úti. Dag og Gunna vantaði sökum vinnu og náms erlendis, þeirra var sárt saknað - en það kemur þakkargjörð eftir þessa. Æhj hvað það var gaman í gær!
Hjölli ákvað að setja upp "Ætlarðu að taka myndir í allt kvöld" svipinn. Ótrúlegt en satt þá náði hann að setja svipinn upp á hverri einustu mynd - í miðju hláturskasti og allt. Mikið afrek verð ég að segja!
Kalkúnninn smjörvafinn, smjörhelltur og smjörleginn. Settur inn í ofn síðustu 20 mín. fyrir fallegan gullinn lit og stökka skorpu - húð - skinn... igh!
Borðhald og sósa að taka á sig mynd.
Sætar kartöflur með sykurpúðum og aðrar með sveppum og rjóma. Mikil hollusta í gangi á þessum bæ - en ó hvað sálin varð húrrandi kát og sátt við lífið.
Gleði við borðið með flassi og án. Mjög miklar myndavélatilraunir í gangi. Hjölli í svakalegum flasslausum snúning.
Snæbjörn og Elín Lóa mjög kát með að eftirréttirnir séu að mæta á svæðið.
Milljón húrra og hopp fyrir Ómari og fjölskyldu að lána okkur hús og eldhús, snilldarkokkunum Þórunni og Þorbjörgu fyrir kalkún, salat og kökur, Ernu fyrir ofur trönuberjasultuhlaupið og eitt klapp á mitt bak fyrir að stappa sætar kartöflur og fylla þær af smjeri og sykri. Ótrúlegt afrek ekki satt? Svo fær hópurinn í heild sinni 12 stjörnur af 10 mögulegum...
Má líka taka það fram að fyrir aftan okkur á þessari mynd var arinn í blússandi fílíng - okkur var öllum mjög heitt á rassinum en héldum það út í 10 mínútur og myndatöku á 3 mismunandi vélar!
Takk fyrir kvöldið mín kæru. Þetta var æði!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Svindl, Vinir og fjölskylda | Breytt 24.9.2010 kl. 11:42 | Facebook
Athugasemdir
OH já þetta var algjört æði!! Svo yndislegt fólk sem maður á að í heiminum! Lofa að myndin kemur í dag, útskýrði ástandið í e-mailinu.
Erna (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 09:33
Hahha.. ég sé fyrir mér fljúgandi sörur og súkkulaðikrums!
Elín Helga Egilsdóttir, 30.11.2009 kl. 11:22
Takk fyrir æðislegt kvöld mín kæru, skemmtilegar myndir hjá þér Elín, væri gaman að fá að sjá frá hinum vélunum sem voru í gangi!!
Þórunn Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 10:36
Mikið var þetta góður dagur! Ég þakka innilega fyrir alveg frábært kvöld!
Elín Lóa (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 18:52
Þetta var ekkert nema ljúft.
Elín Helga Egilsdóttir, 3.12.2009 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.