30.11.2009 | 06:11
Hafrapönnsa með hafragraut, jarðaberjum og smá sultu
Vá! Ef þetta er ekki nýjasta uppáhalds uppáhaldið mitt! Uss hvað þetta var gott og gleðilegt að borða!
Morgunverðarpönnsa mínus graskerið. Eggjahvítur, hafrar, vanilludropar, smá lyftiduft, mjólkudreitill, salt, kanill og vanilló sett saman í blender og hrært. Látið sitja á meðan eggjahvíturgrautur er útbúinn eins og vanalega og settur til hliðar.
Jarðaber skorin.
Pönnsugumsi hellt á PAM-aða pönnu og steikt í örskamma stund. Ég steikti mína á annarri hliðinni þangað til upp-hliðin var ekki blaut lengur. Þannig verður pönnsudýrið mjúkt og djúsí.
Sykurlausri bláberjasultu smurt á pönnsuna og E-grautnum komið fyrir ofan á sultusmurningnum. Þarnæst er dýrðin toppuð með kanil og jarðaberjum!
Gvööðmöndör! Hafragrautur með hafragraut. Enn og aftur sömu hráefni, mismunandi eldunaraðferðir og tvennskonar útkomur. Það er svo gaman að vera til stundum!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Egg, Hafragrautur, Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 11:41 | Facebook
Athugasemdir
Gódan dag!! Jú thetta er sko girnilegt. Fagurt á ad líta. Slef!
Hungradur (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 06:30
úff eins gott að ég sé góð í stæ 103. annars gæti maður bara ekkert kommentað hjá þér múhahah
ég ákvað að kíkja við og fá innblástur í hafrana/hviturnar/berin.. og mér lýst asskoti vel á þessa nyjustu uppfinninngu hjá þér.. ætla að prufa hana núna... jei..
Heba Maren (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 08:40
Er orðin fastalesandi hér og VÁ ég held ég hafi slefað pínu á tölvuna í morgun :) prófa þetta næst þegar ég geri eggjahvítupönnsu :)
Harpa Sif (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 10:26
Þetta er ofurpönnsa! Smá crunch í pönnsunni, karamellukenndur eggjahvítugrautur, kanill og jarðaber! Sultan skemmir sko ekki. Svo væri svaðalega að mylja yfir þetta múslí eða hnetur... hnetusmjör! Oghh.. svo margt sem ég á eftir að prófa í þessu pönnsu-grauts ævintýri!
Elín Helga Egilsdóttir, 30.11.2009 kl. 10:29
en djö er gott að setja egg ofaní grautinn..etta endar eins og grjónagrauturinná jólunum.. þykkur og slímugur..love it
Heba Maren (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 17:58
Hahaha já... það er nefnilega furðugott! Slímugur er eðalorð! Sérstaklega þegar talað er um hafragraut! *tveir þumlar upp*
Elín Helga Egilsdóttir, 30.11.2009 kl. 19:40
Þú ert flottasti heilsumatarblogggerðarkvenmaður sem til er! Innblásturinn svífur um hjartað!
Ásta (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 22:33
Alltaf jafn frábært að kíkja hérna inn og ekkert smá sem þú ert hvetjandi.
Ég geri mér stundum svipaðar pönnsur en nota hveitikím, það er snilld.
Hveitikím er ein næringarríkasta fæðutegund sem fyrirfinnst og er mjög prótínríktHægt að lesa meira um það hér: http://yggdrasill.is/?c=webpage&id=84
Skora á þig að leika þér með hveitikím
Elísa (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 06:37
Ásta: Almáttugur Takk fyrir þetta. Alveg orðlaus - átvaglið getur ekkert sagt annað en takk.
Elísa: Heyrðu já, hveitikím. Átti poka af því síðasta vetur og bjó mér til allskonar brauð og orkustangir. Þetta er alger snilldar afurð! En já, ég þarf að endurnýja kynnin! (mikil snilld að nota þetta í pönnsurnar - fæ að ræna þeirri hugmynd frá þér )
Elín Helga Egilsdóttir, 1.12.2009 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.