Kjúlli, hnetur og hnetusmjör

Einhæft eða hvað? Einhæft en góð..hæft. Ef það er þá orð.  Shocking Engu að síður, þá læt ég það standa.

Kjúlli, gulrót og hnetusmjör. Beint af kúnni, allsbert og gleðilegt. Merkilegt nokk, þá eru gulrætur og hnetusmjör svaðaleg blanda! Mæli með því!

Kjúlli, hnetusmjör og gulrætur - gleðiblanda

Kjúlli, gulrætur og hnetusmjör - gott, gott 

 

 

 

 

 

 

Meiri kjúlli og ... tadaaa... gleðimöndlur! Stútfullur diskur af salati og hamingju... og möndlum. Ahh! 

Möndlur eru barasta góðarKjúlli, grænmeti og mandlas 

 

 

 

 

 

 

Viðurkenni það fúslega að ég skoða oft stjörnuspána mína í gamni. Stundum á hún vel við, stundum ekki. Maður virðist þó alltaf ná að samsama lesturinn við eitthvað sem á hefur dunið í lífinu. Stjörnuspáin mín fyrir daginn í dag kætti kvendið mjög.

VATNSBERI 20. janúar - 18. Febrúar

Hvöt þín til óhófs spennist sífellt á móti fjárhaslegri visku. Ef þú ert að sækja í enn betri vinnufélaga, getur þetta verið stórkostleg hugmynd.

Höfum þetta stutt:

Hvöt til óhófs = Endalaus bakstur. Þarf maður virkilega að tilraunast?

Fjárhagsleg viska = Alltaf að kaupa meira og meira bökunardót. Kreppa?

Betri vinnufélagar = Smakkararnir mínir. Fullur kökumagi jafngildir glaðri sál - yfirleitt.

Stórkostleg hugmynd = JÁ! JÓLIIIIN.... afsakið, veit ekki alveg hvaðan þetta kom!

Þá held ég áfram að láta eins og bökunarbestía, eyða pening í sykur og hveiti og vinn mér inn, í kjölfarið, ást allra minna vinnufélaga þar sem ég held að þeim kökum og gúmmulaði allan liðlangan daginn!

Góður matur, glaður magi og maginn ræður alltaf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

umm var einmitt að klára kjúlla/möndlu/grænmetiskjúllan minn...

ætla svo að fá mér í kaffinu einmitt þessa blöndu.. kjúlla með hnetusmjöri og gulrætur..jummí.. lofar góðu, lofar góðu ;)

ég verð samt að viðurkenna að myndin af kjúlla/hnetusmjörinu er eins og ungbarnakúkur HAHAHA en gott er það blessað hnetusmjörið..elska það frá sollu sem er krönsí..juhhmíí´...

Heba Maren (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 12:14

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahhaa jújú, hnetusmjör er ekki fallegast á litinn. Svo mikið er víst!

Elín Helga Egilsdóttir, 24.11.2009 kl. 12:26

3 identicon

 Rifin gulrót á pizzu.....fastur réttur hjá mér.  Rifin gulrót, paprika, laukur og mikid af hvítlauki í pizzasósunni (tómatpuré, vatn, salt, extra virgin olive oil, svartur pipar, oregano, basilika og hellingur af hvítlauk...látid standa í cirka ½ tíma).

Hungradur (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 15:16

4 identicon

Hahaha þú ert svo rugluð! Hins vegar er það ekkert djók að kjúklingur og hnetusmjör er deeelish!! Hafðu það gott á lappaæfingunni!

Erna (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband