Humar og avocado salat með dijon dressingu

Þetta var mjög sumarleg máltíð verð ég að segja. Létt og gott - einmitt það sem maginn æpti á eftir allt þetta kjötát! Kjöt er gott, en það er ó svo gott í hófi. Amk. fyrir minn kjúklinga- og fiskvana maga.

Kramdi 1 hvítlauksrif og setti út í litla skál sem passaði vel upp á hrátt humarkjötið. Út í sömu skál fór smá sítrónusafi, salt, pipar og steinselja. Þessu leyfði ég að sitja á meðan ég skar niður salatið, hitaði pönnudýrið og bjó til örlitla dressingu.

Avocado og humarsalat

Iceberg, kirsjuberjatómatar og avocado skorið smátt og hrært saman í skál. Smá sítrónusafa hellt yfir grænmetið. Rauðlaukur er skorinn smátt og stráð yfir það sem komið er í skálina ásamt smátt skornum púrrulauk. Þetta er mikill feluhumar. Hann blandast vel inn í litinn á kálinu. Tómatar og rauðlaukur faldir inn á milli.

Avocado og humarsalat

Dijon sinnepi, honey dijon, balsamic ediki, sítrónusafa, salti og pipar gúmslað saman og loks.. aha, í staðinn fyrir olíu, nokkrar tsk af ósætuðu eplamauki! Namaha! Barasta gott mál. Þessu dreifði ég svo yfir salatið - en bara örlitlu. Mjög bragðsterk dressing/sósa/gleðilegheit.

Avocado og humarsalat

Panna pömuð, humar steiktur og settur út á salatið. Spáið nú í því ef í þetta salat væru settar smá hnetur eða brauðteningar... heilagur salatmæster.

Borða og brosa.

Ég held ég hafi minnst á það áður hvað humar og avocado eiga vel saman. Það er ekkert nema diskótek fyrir bragðlaukana. Bjó mér því til ,í tilefni af humar- og avocado afgöngum, humarbætt guacamole! Jebb - hádegismatur á morgun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

You like your hummer
it´s no bummer
tastes like summer...

with avocado :)

dossa (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 20:31

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ég dillaði mér við þessa vísu.. segi það satt!

Elín Helga Egilsdóttir, 19.11.2009 kl. 21:20

3 identicon

og það sem meira er, það er hægt að dansa við hana líka - við lagið af "I like big butts and I can not lie"

dossa (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 23:23

4 identicon

 Ég er viss um ad thú verdur rosalega sterk af thessum holla og góda mat.  Jafnvel sterkari en konan í thessu vídeói:

http://www.funnyordie.com/videos/b38bf52632/elizabeth-lambert-attacks?rel=user&rel_pos=9

Gjagg (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 00:04

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þetta kvendi þyrfti nú að tuska aðeins til!

Elín Helga Egilsdóttir, 20.11.2009 kl. 06:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband