Roastbeef og humar - kreppa?

Úhúú hvað dagurinn í dag er búinn að vera gleðilegur í matarmálum. Svo gaman þegar átvaglið kemst í stuð og gerir eitthvað sniðugt í staðinn fyrir að taka einfaldari leiðina. Sem er að sjálfsögðu ekki bragðlaus og leiðinleg - bara... mikið nýtt?

Roast beef með smá honey dijon og byggi. Borðað með hrúgu af vinnugrænmeti og notið í botn.

Gúmmulaði roastbeef með dijon og byggi ásamt vinnugrænmeti

Vanillu-rommdropabætt hreint prótein með kanilristuðum möndlum og pííínkulítð af sjávarsalti. Óguð! Þetta var eins og syndsamlegur eftirréttur! Karamellueftirréttur! Möndlurnar búnar að mýkjast aðeins, ristaða bragðið af þeim skilaði sér fullkomlega og dauft rommbragð eftirá. Herra guð sko! Gæti notað þetta sem millilag í einhverja köku! Ef ég hefði haft ís þá væri ég án efa í matarcoma ákkúrat núna!

Vinnillu-rommdropabætt prótein með kanilristuðum möndlumVanillu-rommdropabætt hreint prótein með kanilristuðum möndlum

 

 

 

 

 

 

Svo verður líklegast humar í sinni einföldustu mynd í kvöld. Humar vinnur allt. Algerlega númer eitt á mínum uppáhaldslista yfir mat... kannski fyrir utan jólaöndina og fyllinguna sem henni fylgir... hmmhhh....

...algerlega númer eitt á mínum uppáhaldslista yfir mat ásamt jólaöndinni og fyllingunni sem henni fylgir. Ahh, betra!

Sjáið svo hvað ég laumaðist til að gera í morgun.

Súkkulaði pecan-bita hafrakökur með trönuberjum Súkkulaði pecan-bita hafrakökur

 

 

 

 

 

 

 

Súkkulaði pecan-bita hafrakökur með trönuberjum Súkkulaði pecan-bita hafrakökur með trönuberjum

 

 

 

 

 

 

Óbeibís! Tilraunir fyrir jólapakkann hafa hafist. Vinnan og Palli eru tilraunadýr. Jólapakkaviðtakendur mega ekki vita hvað þeir eru að fá. Var það ekki óskrifuð regla? Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mmmmm, vanillu-hnetu maukið þitt lítur vel út, EN hvernig ferðu að því að hafa það svona þykkt ? Ég reyndi, og það varð bara e-ð ógirnilegt sull. Einhver leyndarmál hér á bakvið ? ;)

Helen (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 14:50

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Bara setja ponsulítið af vatni. Byrja á 1 msk - hræra. Setja svo aðra msk - og hræra ofr. Það lítur út fyrir að verða of þurrt próteinið, en vittu til, maður nær að hræra saman þrátt fyrir skort á vatni. Svo gerir ísskápsveran gumsinu svo gott. Gerir próteinið stíft = karamellukennt. Ekkrt varið í þetta beint af kúnni, um að gera og hræra í svona fyrirfram og geyma í kæli yfir nótt 

Elín Helga Egilsdóttir, 20.11.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband