Hafrar og eggjahvítur - pönnsugrautur

Hafrahvítur? Eggjahvítugrautur? Fullkomið fæði fyrir æfingu!

Eftir margar tilraunir og stúss hef ég nokkurnvegin fundið út hvað mér þykir best að gera við eggjahvíturnar og grautinn á morgnana. Ef ég skúbba þessum hráefnum ekki í eitt stykki pönnsu þykir mér best að, jah, útbúa hálfgerða pönnsuhræru!

Helli eggjahvítunum í skál og inn í örbylgju í 1,5 - 2 mínútur og passa að eggjahvíturnar eldist ekki alveg. Hef smá hvítu lausa og liðuga. Út úr örbylgjunni reyni ég að hakka/hræra hvíturnar sem mest ég má og bæti þar á eftir höfrunum út í. Aukaefnum, gleðiefnum - vanilludropum, kanill, kryddi, hræri ég samanvið á þessum tímapunkti.

Pönnsugrautur með smá undanrennu og frosnum hindberjum

Þegar ég hef hrært frá mér vit og rænu helli ég stundum 1 msk af undanrennu yfir. Yfirleitt sleppi ég því. Stundum hendi ég grautnum meira að segja inn í örbylgju í 30 auka sek. áður en ég helli undanrennunni yfir, ef mér þykir hann of blautur - kaldhæðni, ég veit! En eggjahvítublautur og mjólkurblautur er ekki sami hluturinn. ((hrollur))

Pönnsugrautur með smá undanrennu og frosnum hindberjumUndanrennan að fela sig

 

 

 

 

 

 

Loks toppa ég dýrðina með berjum, eða hræri þeim samanvið. Héðan fer hann svo inn í ísskáp og bíður þar eftir mér á morgnana. Hér að ofan er grauturinn eins og hann leit út í gærkveldi, þegar ég bjó dýrið til. Svona leit hann út í morgun, berin orðin mjúk! Come to mama!

Pönnsugrautur með smá undanrennu og frosnum hindberjum

Þessi var æði. Vanillu- og rommdropar! Svo verða hafrarnir ofaná stökkir, gumsið mjúkt að innan og á sumum stöðum finnur maður hafra sem hafa kúlað sig saman og myndað hálfgerðan mini-pönnsubita. Húhúúú... Þar sem eggjahvítur eru bragðlausar í sínu próteinríka eðli þá þarf að passa að krydda dýrið vel. Það væri örugglega æði að bæta út í þennan graut örbylgjuðum banana og strá yfir smá hentumixi og hunangi. Jafnvel stinga honum inn í ofn á grill í 2 - 3 mín.

Farin að rækta líkama og sál. Bak, brjóst og hendur mín kæru.

Humar í kvöld?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Mikil Ellugrauta saejens. 

Sá ad thú hafdir keypt Great Value hafra....einhver munur á theim og SOL GRYN?  Gaedi, verd?

Good morning!

Hungradur (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 06:23

2 identicon

Þarna leystust mín helstu morgungrautavandamál! :)

Langar alveg sárasjaldan í hafragraut OG pönnsu í morgunmat.. lagði ekki í tilraunastarfsemi, en þetta er snilld ;)

Get ekki beðið eftir því að preppa þetta í kvöld og smakka í fyrramálið! Vei!

Ellen Ýr (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 10:18

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hungraður: Alveg sömu hafrarnir  Verðið á ég nú reyndar eftir að bera saman við solgryn. Næsta mál á dagskrá.

Ellen Ýr: Já. Þetta er svo lítið gleðileg tilbreyting. Væri næstum hægt að búa til blessaðar pönnsurnar og ekki steikja þær alveg í gegn heldur hræra þeim saman. Þetta er aðeins minni fyrirhöfn. Bara að muna að krydda kvekendið - nema þér þyki eggjahvíturnar góðar að sjálfsögðu. Ég er sek þar

Elín Helga Egilsdóttir, 19.11.2009 kl. 10:55

4 identicon

Er einhversstaðar á síðunni hjá þér uppskrift að epla karmellu sprengjunni??

fríða (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 11:32

5 identicon

Langaði bara að kvitta fyrir mig og þakka fyrir þetta snilldarblogg, ég er búin að vera hjá Röggu og rakst á síðuna þína þar. Á sko eftir að ganga hér umm "ruplandi og rænandi"  Takk takk

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 11:35

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Fríða: Nei.  Reyndar ekki. Ég skal henda henni inn við tækifæri. Þetta er goto kakan mín - hryllilega góð.

Vala: Takk fyrir mig og takk fyrir innlitið. Vertu barasta velkomin hvenær sem er

Elín Helga Egilsdóttir, 19.11.2009 kl. 12:05

7 identicon

Takk, það væri æði, vantar eitthvað alveg geggjað í næsta saumó!!!

fríða (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband