18.11.2009 | 18:46
Hvítkálshakkhræra
Ég veit ekki hvað ég get kallað þetta annað. Örugglega til eitthvað fínt orð yfir gumsið en þetta er það besta sem ég fann upp á í bili.
Ég notaði í gumsið púrrulauk, 1 hvítlauksgeira og venjulegan lauk. Steikja allan lauk upp úr olíu í 2 - 3 mínútur. Bætti þá út á pönnuna káli og sveppum og steikti þangað til kálið var orðið nokkuð mjúkt en samt ekki í döðlum. Kryddaði svo með pipar, kannski 1/2 tsk sojasósu, agnarögn af balsamic ediki, engifer og cumin, hrærði saman og bætti þá forsteiktu hakkinu út á pönnuna. Lét malla þangað til hakkið var orðið heitt í gegn. Ahaa.. einfalt, fljótlegt, hollt, gleðilegt.. ofl. vel valin lýsingarorð.
Ég er búin að vera hugsandi um hvítkál, steikt/soðið/hitað/eldað í um það bil viku. Ég bara varð að slökkva á hvítkálsgarginu áður en öll skilningarvit færu forgörðum. En þetta var samt gott... ég segi það satt! Sætur laukur, sætt brakandi kál, samhljómur ofurkrydda. Kem til með að hræra mér í svona aftur! Bæta við grjónum, jafnvel möndlum/valhnetum, ponsulítið af púðursykri og meira gúmmulaði. Mmmm....
Annað í fréttum:
Hleðsludagar hafa nú verið forfærðir yfir á hina alheilögu nammidaga! Laugardaga! Halló morgunverðar heilvheiti bananapönnsur, kvöldmatar humarpasta og jú..., ég er ekki búin að gleyma því - roastbeef hádegisbeygla!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Kjöt, Kvöldmatur, Ragga Nagli | Breytt 24.9.2010 kl. 11:29 | Facebook
Athugasemdir
Hæ, ég er Geiri - Hvítlauksgeiri
Dossa (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 22:49
Hohohoho
Elín Helga Egilsdóttir, 19.11.2009 kl. 06:17
Hvar kaupirðu hakkið? Er það ekki mjög fitusnautt? Ragga var búin að nefna staðinn á blogginu sínu en ég man það ekki Tók einmitt út hakk í morgun og á hvítkál í ísskápnum. Ætla að elda eitthvað svipað þínu gúmmelaði í kvöld! Gleði gleði
Soffía (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 10:50
http://kjothollin.is/
Þessir snillingar selja bara 4% feitt hakk og yyyndislega fínt roastbeef. Ég er svo gott sem í áskrift hjá þeim Já. Þetta var sérstaklega gleðilegt gums. Hitti beint í hvítkálslöngunarmarkið!
Elín Helga Egilsdóttir, 19.11.2009 kl. 11:03
Þúsund þakkir, tékka á Kjöthöllinni Mmmmm..... hakkrétturinn var algjör snilld, nammi namm
Soffía (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 19:53
Það var nú minnsta málið - og já, svona gums er sko laumulega gott!
Elín Helga Egilsdóttir, 19.11.2009 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.