15.11.2009 | 16:22
Mafíósar og agnarsmáir eftirréttir
Árshátíðin leið og nammidagurinn líka. Get nú ekki sagt að nammidagurinn hafi verið jafn stórkostlegur og síðustu nammidagar hafa verið. En það er allt í lagi, maður þarf ekki alltaf að velta um og gráta sykri svo átið hafi talist gott.
Aftur var haldið á Selfoss, en í þetta skiptið öllu seinna. Mættum á staðinn að verða 17:30 og á leiðinni hamsaði ég í mig skyrgums. Skellti því reyndar í blender. SGB - Skyrgums í blender. Skyr, frosin jarðaber, epli, smá vatn blandað vel og hellt í skál. Ristuðum pecanhnetum dreift yfir.
Ekki gleði! Jah... jú, gott á bragðið en hundleiðinlegt að borða. Þyrfti helst að hella út í þetta höfrum eða morgunkorni. Mér þykir miklu skemmtilegra að hamsa í mig, tyggja og bíta en að svolgra/drekka. Iss, ég þyrfti amk að blanda þetta þykkara. Svo mikið er víst.
Mættum á hótelið, herbergi 216. Síðasta herbergisnúmer * 2 (vorum í 108 síðustu helgi). Þar beið okkar kunnugleg sjón. Gleðipakki! Jebb... ungfrúin át súkkulaði á meðan Paulsen gúmslaði í sig bjór og snakki. Skemmtilegir svona óvæntir át-árshátíðarpakkar.
Árshátíðin var þematengd. Fyrsta skipti sem ég fer á sjóleiðis árshátíð - svolítið skemmtilegt. Þema kvöldsins voru mafíósar og tískan 1920. Margir mjög flottir karakterar sem poppuðu upp um kvöldið. Við vorum líka fljót að komast í gírinn á meðan uppstríli stóð. Mústasið (yfirvaraskeggið) átti mikinn þátt í því!
Mjög glæsilegir. Ég var svo í kjól af ömmu minni, einstaklega gleðilegt nokk! Lion King, spöng og skart frá Dossu frænku og skór frá Svöbbu systur. Ætli nærbuxurnar mínar hafi ekki verið það eina sem ég átti sjáf... HAHH!
Grafalvarleg myndataka! Já nei, það er ekkert grín að vera mafíósakvendi!
Fordrykkur tekinn með trompi, undirrituð í óáfengu deildinni og loksins... jújú, þið vitið um hvað ég er að tala. Elsku besti maturinn!
Kallið mig átvagl eða græðgishaus, en þessi eftirréttur var ekki upp í nös á ketti amöbu! Ef amöbur eru með nasir - hvað þá það! En góður var hann!
Yfirvaraskeggið fékk líka að njóta sín örlítið þetta kvöld. Vakti mikla lukku þetta skegg. Breytti mér t.d. í Freddie Mercury af einhverjum dularfullum ástæðum!
Á meðan átvaglið var í vatninu fékk Palli sér drykk ríka mannsins. Eftir nokkra þannig blasti við kunnugleg sjón! Hann fékk meira að segja auka dansara með sér í lið. Svo tryllt var sveiflan þetta kvöldið.
Ahh. Gott kvöld, skemmtilegt fólk. Enginn ógeðishambó í þetta skiptið enda maginn afskaplega þakklátur þegar ég vaknaði í morgun.
Túnfiskhambó í kvöld mín kæru?
Over and out!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Skyr, Út að borða, Vinir og fjölskylda | Breytt 24.9.2010 kl. 11:27 | Facebook
Athugasemdir
Hæ Hæ
Mér finnst síðan þín æðisleg - uppfull af frábærum fróðleik. Er búin að vera að lesa hana alveg laaangt tilbaka. Langaði að spurja þig að einu, hvernig geriru þegar þú setur eggjahvítur inní örbylgjuofn? Ímynda mér að þetta brenni allt og springi barasta :) Ég er mega spennt að prófa, lítur svo girnilega út hjá þér.
Björk
Björk (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 10:15
Hæ hæ Björk
Oh svo einfalt. Skelli þeim í skál og skálinni inn í örbylgju í 2 mín hahah og jú, það eru reyndar smá sprengingar, en ef þú setur svo gott sem eitt rífelsi af eldhúsbréfi yfir þá sleppurðu við slettur.
Elín Helga Egilsdóttir, 16.11.2009 kl. 13:44
Úúú flott outfit hjá ykkur! Það var svona stigsmunur á smekklegheitunum hjá okkur vinkonunum á laugardaginn. ;) Jens er enn með hroll eftir skeggkossa haha.
Erna (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 13:55
Hahahaha.. þessi búningur Erna. Ég er enn flissandi....
Þú færð 10 prik af 6 möguleikum fyrir herlegheitin! Stórkostlegra uppstríl hef ég ekki séð í langan tíma!
Elín Helga Egilsdóttir, 16.11.2009 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.