Ostakökuverksmiðja - bara mánuður enn

Jæja mín elsku bestu kæru! Held ég hafi komist að því hvernig eggjahvítugraut sé best að matreiða svo úr verði "Ég hlakka til að vakna"! Gef honum kannski bara það nafn - þegar ég er búin að prófa 2 útfærslur í viðbót! Þá skal dýrinu varpað á alheimsvefinn svo allir geti prófað!Ójá!

Tók nú reyndar ekki mynd af grautnum mínum í morgun - ég hreinlega át hann áður en ég tók eftir því að ég væri með skeið og skálina góðu í hendinni! Hélt ég myndi rifna í tvennt af hungri í morgun, vaknaði 05:30, á undan æparanum (vekjaraklukkan). Græðgi?

Annars er Boston fast og slegið! Jóla Boston. 5. - 9. desember - jólagjafainnkaup, jólaráp, jólaskoðunarferðir, jólaleikrit, jólaát... jóla jóla! Ég get ekki beðið! Svo fer ég í "sumarfrí", eða restina af því, 18. des! Af einhverjum ástæðum hef ég ekki hlakkað svona mikið til jólanna í langan tíma. Það er möguleiki á því að ég segi þetta hvert einasta ár, eins og allir segja þegar byrjar að kólna "Ohhh djíísus hvað það er kalt úti" og virðast ekkert muna eftir kulda vetrarins sem leið. En núna verður þetta svo notalegt - engin yfirlýst jólapakkakrísa, ég gef "matar gúmmulaðipakka" í jólagjöf. Þetta verður algerlega afslappað og kósý.

Ef ég held svo áfram að telja niður þá er árshátíðin mín núna um helgina, Pallatíð helgina þar á eftir, svo ein fríhelgi með vina thanksgiving í kjölfarið. Þar á eftir - spáið nú í því, þar á eftir er Boston, svo jólahlaðborð, fyrsta helgin í "sumarfríinu" mínu og 4 dögum þar á eftir. Jebb...jólin, jólamatur og eitt lítið jólakríli í boði Ernu vinkonu! Hohoooo! Joyful

Ég verð að fara að hætta þessu jólarausi. Aumingja fólkið í kringum mig er að verða brjálað á tuðinu í mér. Aumingja þið! Ég get samt svo lítið að þessu gert. Þetta kætir mitt matgráðuga hjarta bara svo óstjórnlega mikið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Thótt ekki sé mynd med pistli thínum núna thá er heimsókn á thitt blogg gledileg vegna góds og skemmtilegs texta eins og í öllum thínum faerslum.

Vardandi videigandi nafn á grautum thínum sem thú hefur látid bída yfir nótt í kaeliskáp dettur mér ELÍNERADUR grautur mér í hug.

Hungradur (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 09:29

2 identicon

Yeah yeah yeaaaah! Jólin! Ég er líka í jólarugli núna. Byrjaði allt á því að mamma keypti piparkökur og bada bing bada boom, jólin komin í huga mér. Mér líst svo geigvænlega vel á matarpakkana þína maður!!

 Hvar ertu annars?? Þarf að ræða fasteignir við þig!!

Erna (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 12:44

3 identicon

Aggghhhhhh - Boooooooooostooooooooooon

Dossa (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 17:36

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hungraður: Elíneraðir grautar - það er spurning

Erna: Dónde estan los pantalónes? Náði ekkert í þig í dag you woman.. eitthvað að gerast?

Dossa: Indeed! Mikið verður borðað og jólast og afslappaðast.

Elín Helga Egilsdóttir, 5.11.2009 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband