4.11.2009 | 11:06
Góður dagur, góðar æfingar
Ég er alveg að komast á það stig að fullkomna eggjahvítugrautinn minn! Fékk mér einn slíkan með jarðaberjum í morgun og einu steiktu eggi! Rauðuna sprengdi ég svo yfir grautinn og úhhúú hvað það var gott! Mmhmm... ég held að það sé góðs viti að hlakka til að vakna á morgnana því maður veit að grauturinn bíður eftir manni! Það hlýtur að teljast góður grautur!
Annars sauð ég mér byggskammt í gær, bætti út í hann vanilludropum og smá kanil. En ekki hvað? Ákvað svo að vera ævintýraleg og frábær og bætti bygginu mínu út í skyr ásamt tæpri 1 tsk af splendu. Lét það bíða yfir nótt í ísskáp og smakkaði svo á því eftir hringþjálfunina í morgun.
Splendunni bætti ég út í því ég var nokkuð viss um að skyrið yrði, eins og Ásta svo fagmannlega orðaði það - súrt og stammt, bara með viðbættu bygginu. Viti menn, þetta var partý fyrir áferðaperrann og hamingja fyrir átvaglið! Það er svo gaman að bíta í bygg, eins og það poppi eða spryngi. Svo held ég að gumsið hafi reynt að breytast í brauð í nótt. Ég veit ekki hvernig ég get orðað það betur - áferðin var barasta þannig!
Góður dagur framundan mín kæru. Það held ég nú.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Millimál, Ragga Nagli, Skyr | Breytt 24.9.2010 kl. 10:56 | Facebook
Athugasemdir
Vá hvað ég skil gleðina yfir grautnum. Ég gæti borðað hafragraut í hvert mál... í alvörunni.
Ragnhildur Þórðardóttir, 4.11.2009 kl. 11:29
Halelújah! Alltaf... þegar ég klára grautinn minn á morgnana segi ég "Ohh, hann er búinn" Palla til ævarandi hamingju og gleði!
Elín Helga Egilsdóttir, 4.11.2009 kl. 12:56
Ef átvaglið og áferðarperrinn myndu eignast barn - hvað væri það þá????
Þú, átperri eða áferðarvagl?
Dossa (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 17:09
Sæl Elín, ég rakst á þessa síðu fyrir tilviljun þegar ég var að leita að hollustunammi og get ekki sagt annað en ég hafi orðið fyrir miklum drifkrafti eftir að hafa lesið bloggið þitt til að skipta enn frekar yfir í hollara matarræði, sem greinilega þarf ekki að vera bragðlaust, ég er til dæmis búin að prufa að búa til granólastangirnar eftir þinni uppskrift og þær voru æðislegar, miklu betri en þær sem fást í búðinni (og vafalaust hollari).
Ég hef þó spurnningu varðandi hafrana sem þú dásamar svo mikið, ertu að nota hráa hafra, þ.e. eins og þeir koma beint af plöntunni? eða notaru haframjöl? Ég bý í Svíþjóð og veit því ekki alveg hvernig ég á að nálgast þessa hráu hafra, eða hvað sem það er sem þú ert að tala um. Svona er að vera "græn" haframanneskja...
Takk aftur fyrir frábært blogg, keep up the good work :)
kv. Sunna
Sunna (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 17:28
Hæhæ Sunna og tak kærlega fyrir mig
Ohh hafrarnir mínir! Ég kaupni nú reyndar alltaf bara Solgryn hafrana, í grænu kössunum. Þeir eru grófari. Hafrarnir sem ég nota sumsé alltaf líta svona út. Haframjölið er í raun bara muldir hafrar, virkar alveg en hafrarnir eru svo skemmtilegir að bíta í.
Elín Helga Egilsdóttir, 4.11.2009 kl. 19:55
Takk fyrir þetta, þá er þetta ekkert öðruvísi en hafragrjónin í gamla góða hafragrautnum :) Á þá þegar uppí skáp og hlakka til að nota þá í fleira en bara grautinn
Sunna (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.