Hrekkjavökuþakkargjörð, 1.hluti

Ég byrjaði í gær að undirbúa hrekkjavökupart kvöldsins í kvöld. Smákökur, "cup cakes" með risafrosting, karamellupopp, karamellur og epli í stíl.

Kanil-pecan og karamellu poppið sívinsæla. Dreifði svo yfir þetta hvítu súkkulaði og leyfði að harðna! NOHM!

Kanil-pecan og karamellupopp

Afskornir nornafingur og Dabbar! (Dabbi = stóra táin) Smákökuparturinn af þessu öllu saman. Urðu reyndar aaðeins stærri og þybbnari en áætlað var - bara betra! Meira að narta í.

Afskornir nornafingur og tær

Karamellan að sjóða. Hún er æðislega góð þessi!

Karamella

Eplið potað með priki og dýft í syndina!

Karamelluepli á amríska vegu

Resta af karamellu kæld og skorin í smátt (reyndar smærra en á þessari mynd) og söltuð með sjávarsalti. Það er æðislega gott.

Karamella

Cupcakes a la Betty! Hún klikkar aldrei. Setti líka einn Rolo bita í miðjuna á hverri muffins áður en þær fóru inn í ofn. Mmm...

Muffins a la Betty frænka

Svona leit eitt hornið af eldhúsinu mínu út í miðjum klíðum. Já, ég kann að búa til drasl og er subba mikil. Sérstaklega þegar ég kemst í bökunargír og baka stanslaust í 6 tíma - þá neeenni ég ekki að ganga frá jafn óðum því ég er alltaf að nota eitthvað. Hamfarakokkur?

Ónýtt eldhús

Lokaafurðir! Vantar reyndar karamellubitana. Hjúpaði þá með súkkulaði og setti möndlur inní. Þeir eru að bíða inn í ísskáp eftir að súkkulaðið harðni.

Feitir nornafingurKanil-pecan og karamellupopp

 

 

 

 

 

 

 

KaramelluepliMmmm

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Draugalegar cupcakes

Frönsk súkkulaðikaka að hætti móður minnar og feit, djúsí eplakaka (a la moi) fylgja svo í kjölfarið - hitt er nú meira bara til sýnis og gleðilegheita. Af einhverjum ástæðum eru ekki til neinar pecanhnetur, eða graskersmauk, í heiminum... á Íslandi! Ætla nú ekki að fara að kaupa heilt grasker á milljón og handlegg til að búa til eina böku og jah.. ekki verður til pecan pie (lesist "Pecan paaaaaj) ef ekki eru til hnetur! En það er í lagi, epló og fransi standa alltaf fyrir sínu!

Annars hlakka ég svo mikið til þess að byrja að baka fyrir jólin. Úhhh! Jólalög, kósýness, kökubakstur, kakó og allur pakkinn.

Verði mér að góðu í kvöld... jú, og ykkur líka Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Les alltaf bloggið þitt og það hvetur mig áfram í mínu átaki :)

Ekkert smá flott hjá þér! Má ég spyrja hvað þú notar í puttana? Strákarnir mínir yrðu ekki lítið ánægðir með að fá að narta í svona putta :)

María (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 17:06

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hæhæ María og takk kærlega fyrir - gaman að heyra

Ég rændi puttahugmyndinni af netinu. Fann hana hér. Mikil snilld

Elín Helga Egilsdóttir, 31.10.2009 kl. 17:43

3 identicon

Vil endilega hrósa þér fyrir frábært blogg. Virkilega jákvætt og skemmtilegt :)

Langar líka að minnast á af því þú segir að graskersmauk og pecanhnetur fáist ekki á Íslandi, að það er til niðursoðið grasker í dós frá Libbys í Hagkaup og þar fást einnig pecanhnetur.

Björg (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 18:33

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Takk fyrir það Björg, kærlega :)

Ég hélt það nefnilega. Kíkti reyndar bara í Hagkaup Garðabæ, tíminn var ekki nægur, og þar var allt uppurið! Greinilega fleiri sem eru að pecanbakast í dag :P

Elín Helga Egilsdóttir, 31.10.2009 kl. 18:40

5 identicon

Dabbarnir og fingurnir....ough...scary stuff!  Listakonan í thér kemur fram í öllum gódgaetunum.  Glaesilegt.

Hungradur (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 19:06

6 identicon

Púffff - mar er alveg búin á því eftir þetta Halogen-át!

En poppið er killer, Voldemort á eftir að væla stanslaust þar til hann fær meira

Þúrt snellingur!!!

Dossa (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 23:57

7 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

ef þetta kallar ekki á skemmtilega hrekkjavöku þá hvað,dóttir mín sá þetta og er búin að panta hrekkjavöku afmæli,sem verður reyndar ekki fyrr en í marz

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 1.11.2009 kl. 02:54

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hungry man: Takk förer - mjög gleðilegt að búa þetta til

Anna Ágústa: Hahaha - almennilegt Gleður mig að heyra. Karamellupoppið er svaðalegt og eplin, það er ekkert nema skemmtilegt að búa þau til og hvað þá borða ;)

Dossa: Halogen átið skilaði sér vel. Þetta var virkilega skemmtilegt kvöld. Ég æta að setja saman einhvern skemmtilegan át-jólapekka og gefa í jólagjöf. Poppið verður partur af því. Þangað til... sendi ég bara á þig poppskriftina.

Elín Helga Egilsdóttir, 1.11.2009 kl. 11:32

9 identicon

Hæhæ

mjöög girnilegt :)

Hver er uppskriftin af þessu poppi?

Það lítur mjöög vel  út

Björg (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 20:18

10 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohhh það klikkar sko ekki. Alveg svakalega gott. Fyrsta sem kláraðist og allir vildu meira :)

Hér er svo snilldar uppskriftin af þessu! Mmmhmm...

Elín Helga Egilsdóttir, 2.11.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband