30.10.2009 | 06:22
Eggið í grautinn
Prufum að setja eggið út í hafragrautinn í staðinn fyrir ofaná!
Egg og eggjahvíta hrært saman í skál ásamt vanilludropum og kanil. Sama bland og notað er t.d. í "French toast" - á góðri íslensku. Út í þetta hrærði ég svo hafrana mína ásamt tæpum dl. af vatni og inn í ísskáp yfir nótt. Beinustu leið í örrann þegar ég vaknaði og ofan á grautinn fóru nokkur örbylgjuð hindber.
Þetta var alveg ágætt barasta þó myndefnið gefi annað til kynna. Ég ætla að prófa að setja undanrennu í staðinn fyrir vath, næst þegar ég geri þessa snilld og nota skvettu af hunangi. Jafnvel útbúa pönnsur.. og já, það verður svo sannarlega næsta skipti!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Egg, Fyrir æfingu, Hafragrautur | Breytt 24.9.2010 kl. 10:54 | Facebook
Athugasemdir
Hungradur (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 07:57
Hvað seturðu í ca langan tíma í örbylgjuofninn?
Verð að hrósa þér - þetta er ekkert smá flott síða hjá þér og mikil hvatning;)
Unnur (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.