Hrekkjavökuþakkargjörð, 2.hluti

Svolítið snemma í kalkúninn, miðað við kanann, en ákkúrat í tíma fyrir hrekkjavökuna. Við púsluðum hrekkjavökunni saman við þakkargjörðarboð (númer 1) foreldra minna í Gúmmulaðihöllinni. Mikil fiesta enda allt Spaghettisen viðstatt.

Ég setti hrekkjavökugumsið, sem ég bjó til í fyrradag, á bakka og tók rest af karamellupoppi með í fati. Eplakakan bíður óbökuð eftir því að komast inn í Gúmmulaðihallar ofn og breytast í dýrðina sem eplakökur eru eftir ofnveru.

Hrekkjavökuát

Þegar í Gúmmulaðihöllina var komið tók við okkur dýrindis lykt og, mér til mikillar hamingju, smá smakk af fyllingu sem ekki hafði komist inn í kalkaða kúninn. Hún var svakaleg! En þó, margfölduð með 1337 og við fáum jólafyllinguna... bara 2 mánuðir í það - TÆPIR! Einnig hafði mamma tekið upp á því að skreyta höllina smá. Það ver gleðiefni út af fyrir sig og vakti mikla kátínu átgesta!

Hrekkjavökuhallar skreytingHrekkjavökuhallar skreyting 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pabbi bauð fjölskyldumeðlimi velkomna í átið með stingandi augnaráði. Pabbúla greifi lifði sig mikið inn í þetta hlutverk og gekk um gólf með skikkjuna fyrir andlitinu. Svo miklir voru taktarnir að móðir mín kær limpaðist niður af hlátri og öskraði hástöfum "ÉG HELD ÉG HAFI PISSAÐ Í MIG"! Sú var þó ekki raunin en Dossa frænka geymir ástæðu þeirrar setningu vel og vandlega inn á sinni myndavél!

Pabb Drakjúla

Fjölskyldumeðlimir týndust inn, hver á fætur öðrum, í mis uppstríluðu ástandi. Dossa var "Damsel in destress" með vampýrubit á hálsinum. Valdís Anna prinsessubarn var ekki par ánægð með pabba sinn og hippahausinn.

Prinsessan að taka pabba sinn út

Gréta Lind Rokkarapía.

Rokkkvendi

Palli ánægður með sjóræningjaátfittið. Eftir kvöldið fékk hann þó viðurnefnið "Hýri sjóræninginn". Túlki hver og einn það eins og honum sýnist.

"Arrr rarr mate-í... plííís"

Hýri sjóræninginn

Afi flottur með fiðrið og Ronju leðurblökuhund í bandi.

Fiðraður afi

Svava frænka, Snær og Helga skella mættu galvösk í svakalegum múnderíngum.

Norn nr. 1Norn nr. 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Óskilgreint kvekende

Þau tóku með sér neonarmbönd o.fl. sem dreift var á liðið og meðal annars var amman tekin og skreytt frá toppi til táar. Eftir nokkurn tíma, mikinn hlátur og neonfikt, þá hrópaði gamla upp yfir sig "Gvöööð hvað það er yndislega gaman í svona halogen partýum". Það sló þögn á líðinn, allir horfðu á ættarhöfðingjann, svo á hvert annað og nokkrum sekúndum seinna... jesús, þið getið rétt svo ímyndað ykkur hlátursópin og köllin sem brutust út! Halogen = Halloween + neonljós. Og já, hún var alveg viss um að þessi fiesta væri kölluð halogen en ekki halloween.

Árar úr öllum áttum

Forréttir voru, meðal annars, hrekkjavökubakkinn minn og ömmubrauð (banana- og döðlu), laufa-og ristað brauð.... ásamt rækjukokteil.

Gengur vel á bakkann

Forréttar fiesta

Fyrrverandi fiðurféð fékk að bíða á eldhúsborðinu og jafna sig greyið eftir tæpa fimm tíma veru í ofni. Áður en dýrið var skorið niður, í mannsæmandi stóra bita, leit það svona út. Geigvænlega flottur fuglinn!

Grilluð risahæna?

Fyrir

Hrekkjavökuborð með þakkargjörðar ívafi

Eftir

Kalkúnn, hræðilega - svaðalega - skuggalega góð fylling, sætar með sykurpúðum, trönuberjasósa (nauðsynleg með fyllingunni), sveppasósa, valdorf, grænmeti og gular.

Barasta rabbabara... gott!

Maturinn lagðu á borð

Mjög stuttu eftir eftir

Ohm nom nom nom!

Ohm nom nom

Eftirréttirnir voru loks teknir fram og þó svo hinar há amrísku bökur hafi ekki látið ljós sitt skína þetta kvöldið kom það svo sannarlega ekki að sök. Svaðalega súkkulaðikakan hennar mömmu og eplakaka sem fengi ameríska ruðningskappa til að hlaupa grátandi til mömmu sinnar! Svakalegar sprengjur!

Eftirréttir halogen fiestunnarEplakakan ógurlega - týndi einhver fingri?

 

 

 

 

 

 

 

Ísinn mætti á svæðið stuttu eftir að þessr myndir voru teknar. Ís, karamelubombu eplakaka og súkkulaðisprengja móður minnar... ég leyfi ykkur að geta í eyðurnar...

 

...sykursjokkið sem fylgdi eftirréttinum, í bland við svefngalsa, einkenndi næstu tíma fiestunnar. Amma tók upp rokkaragítarinn hennar Grétu Lindar, klædd í drakúlaskikkju, og tók nokkur spor. Pabbúla hljóp á milli vígstöðva með skikkjuna sína. Ég, Helga og Voldemort blésum fjöðrum á milli og fólk gekk í eftirréttina, einn og einn bita í einu, og sagði í hvert skipti "NEI... nú er þetta búið, ég get ekki meira". 

Lokaþáttur

Helga gafst upp klukkan 01:00.

Helgan sofnuð

Átvaglið krullaði sig saman upp í sófa, í fósturstellingunni, svo gott sem með þumalfingurinn upp í munninum, kremjandi al saklausan púða, og rotaðist mjög værum seddusvefni.

Samankrumpað sofandi átvagl

Þetta var æðislegt, æðislegt kvöld! Joyful

Nú er lag og grautarréttari hið fullkomna eftiráts snarl! Árshátíð næstu helgi - þetta er allt að koma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Thessi KALKÚDDNH er mjög girnilegur.

Hungradur (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 12:03

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

leet ...

Fiðurféið glæzt.

Steingrímur Helgason, 2.11.2009 kl. 00:57

4 identicon

Hæ. Ég les síðuna þína alltaf og er mjög hrifin af öllum þessum uppskriftum sem þú póstar hér inn. Mig langar að spyrja þig nokkurra spurninga því mig langar svo að koma mér af stað og losa mig við aukakílóin. Fékkstu þér einkaþjálfara í byrjun til að koma þér af stað í lyftingunum? og fannst þér ekkert erfitt að byrja? Æ, ég er alltaf að reyna að koma mér af stað en svo er manni kannski boðið í afmæli á þriðjudegi og ég er svo mikill kjúklingur að ég kann aldrei við að neita mat annarsstaðar.

SJ (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 07:32

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sæl SJ og glæsilegt að vera komin í þennan gír! Taka fyrsta skrefið, lýst vel á þig.

1. Jábbs. Fékk mér einkaþjálfara fyrst því ég var ekki 100% klár á hvernig best væri að byrja. Hvaða æfingar ætti að taka, hvernig ég ætti að borða ofr. Með þjálfara þá er afskaplega erfitt að "svindla" á æfingum, þú verður að mæta í ræktina því, jah, það er manneskja að bíða eftir þér og svo kostar tíminn milljón. Svo eru þessar blessuðu mánaðarlegu mælingar sem halda manni við efnið. Aðstoðaði mig amk. helling við að vilja standa mig vel/betur. Ég hitti minn þjálfara í næstum 7 mánuði áður en ég ákvað að prófa sjálf og núna er ég í fjarþjálfun sem hentar mér súper dúper vel. Alltaf nýjar og spennandi æfingar.

2. Mjög erfitt að byrja. Fyrsta skrefið og að koma sér af stað eftir langt hlé þykir mér alltaf erfiðast. En það verður betra, og betra og svo allt í einu miklu betra þegar þú sér að erfiðið skilar árangri og vellíðan.

Ég skil líka mjög vel þetta með afmælisboðin  En prófa bara, eitt skipti, (því afmælisboðin verða án efa fleiri í framtíðinni) að sleppa gúmmulaðinu. Þá sérðu að þetta er ekki alveg jafn mikið mál og maður hefði haldið. Ég, amk til að byrja með, og á meðan ég var að skrapa utan af mér þau kíló sem ég vildi ekki burðast með, var mjög "slök" í öllu gúmmulaðiáti. Núna, þegar ég hef kannski aðeins meira efni á því, miðað við þau markmið sem ég setit mér - þá leyfi ég mér meira.

Ef þú hefur áhuga, og vil spyrja að einhverju fleiru, þá er þér velkomið að senda á mig póst kunigund@gmail.com. Ég skal svara þér eftir bestu getu og því sem ég hef lært og virkaði flott fyrir mig.

Elín Helga Egilsdóttir, 2.11.2009 kl. 10:35

6 identicon

Váááá djöfuls sniiiiiilld!!! Le Turgurkey lítur einstaklega vel út og þið eruð öll svakalega glæsileg!! Fingurnir eru ógeðslega flottir og muffurnar líka! :)

 Halogen-partý eru klárlega vanmetin partý! >;)

Erna (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 10:43

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Halogen partý eru hið nýja svart!

Elín Helga Egilsdóttir, 2.11.2009 kl. 10:54

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Pant fá uppskrift að þessari eplu karamellubombu fyrir næstu át-fiestu Naglans.

Ragnhildur Þórðardóttir, 3.11.2009 kl. 12:32

9 Smámynd: Helen Garðarsdóttir

halló! ég er nýfarin að lesa síðuna þína og finnst þetta algjör snilldar síða! 

Maður fær fullt af skemmtilegum hugmyndum!

já þessi epla karamellubomba lítur geðsjúklega vel út. Þú ert ekkert að pæla í að skella uppskriftinni hér á netið ?

en já bara takk fyrir mig!

 kv. Helen

Helen Garðarsdóttir, 5.11.2009 kl. 10:44

10 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hellú Helen og gleði gleði - takk fyrir mig :)

Jú, ætli ég hendi uppskriftinni ekki inn við tækifæri. Einfaldari eplasprengju er ekki hægt að hugsa sér held ég!

Elín Helga Egilsdóttir, 5.11.2009 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband