Hakkgums vs. snittur

Jæja. Námskeiðið leið og ungfrúin varð svöng. Var að sjálfsögðu búin að pakka niður kvöldmatnum í fyrradag og átti hann tilbúinn í plasti ofan í Hagkaupspoka. Námskeiðið var haldið á Nordica, stútfullt af allskonar fólki í jakkafötum og "fínni" klæðum. Ég, að sjálfsögðu, í sveitó grænu úlpunni minni með loðkraganum og hálf mygluðum bomsum yfir gallabuxurnar. Í fyrsta hléi var boðið upp á léttar veitingar - eins og venjan yfirleitt er. Ég lét það nú ekki á mig fá og vippaði upp Hagkaupspokanum, teygði mig í hakkboxið mitt fyrir framan námskeiðsgesti, sem jöpluðu á samlokum og snittum í rólegheitunum, og hamsaði hakkið með bestu lyst. Mörg augu góndu á átvaglið - sérstaklega þegar myndavélin lét sjá sig, með flassi og heyallíúbba!Joyful  Þetta var svoo mikið gott hakkgums!

Æðislegur hakkréttur, mjög spicyVox - nordica

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Annars er ég búin að vera að tilraunast með eggjahvítur, steiktar eða örbylgjaðar, í grautinn minn á morgnana. Hafrar, krydd, vatn og smá eggjahvítur hitað saman. Annaðhvort í bylgjunni eða á hellu. Á meðan eru eggjahvítur hitaðar í örbylgju, þangað til nokkuð stífar, brytjaðar niður og bætt út í grautinn ásamt berjum eða ávöxtum.

Eggjahvítugrautur með kanil og jarðaberjumEggjahvítugrautur með margskonar kryddum og hindberjum

 

 

 

 

 

 

 

Ég á nú eftir að prófa meira og 'fullkomna' dýrðina.  Þegar það gerist, þá hendi ég almennilegri "útfærslu" hingað inn. Þangað til eru þessar gulleitu myndir það eina sem er á boðstólnum, þar sem sólin er ekki risin kl. 06:00 á morgnana og myndavélin lifir á dagsbirtunni.

En þessi grautur gleður mig. Svo mikið veit ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þitt hakks er mun næsara en Palla hakks - amen

dossa (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 10:32

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahaha.. Pallahakk er náttúrulega kreppuhakk upp á sitt besta

Elín Helga Egilsdóttir, 29.10.2009 kl. 10:43

3 identicon

 Thú ert hetjan mín.  EKKERT getur afvegaleitt thig.

Hungradur (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 14:05

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Svolítið skondið. Ég á þennan blessaða nammidag, einusinni í viku, sem ég held heilagan með tilheyrandi nammidansi og látum. Hann byrjar kl. 18:00, að kveldi, og honum lýkur með pompi og prakt kl 24:00 sama kvöld.  Af því að ég veit að þetta er tíminn sem ég "má" borða nammi, þá á ég afskaplega erfitt með að byrja nammidaginn fyrr - eins og ég sé að svíkjast undan. En um leið og hann byrjar!! Þá er nákvæmlega ekki neitt sem lokar gímaldinu fyrr en 00:00:01!

Ég er því nokkuð viss um að nammidagurinn virki eins og heil vika af "æji, bara einn bita af þessu - og smá svona... eina snittu.."!

Elín Helga Egilsdóttir, 29.10.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband