Ég borða í plastboxum

Undanfarið hef ég mætt með mitt eigið ét í vinnuna. Morgunmatinn borða ég yfirleitt heima, ef ég er að fara að lyfta, annars fylgir hann mér eins og traustur vinur, í tupperware, að vinnuborði þar sem hann er hamsaður með góðri lyst. Hádegismaturinn bíður svo eftir mér inn í vinnuískáp, í öðru tupperware, ásamt morgun- og síðdegis viðbitum, í enn öðrum plastílátunum, og að vinnudegi loknum held ég heim á leið með fullan poka af tómum plastboxum sem fyllast að nýju eftir kvöldmat.

Mörgum hryllir við þeirri hugsun að þurfa að standa í þessu en vitið þið hvað... þetta er ekki svo mikið mál. Sérstaklega þegar ferlið er komið upp í vana. Reyndar, ef ég á að segja alveg eins og er, þá þykir mér lúmskt gaman að pakka öllum mínum mat niður deginum áður, hafa þetta vel skipulagt og fínt. Þegar kemur að hlutum sem þessum þá er ég skipulagsfíkill af guðs náð og plumma ég mig því vel í þessu öllusaman. Röð og regla, nákvæmir matarskammtar og tilhökkun í plastpakka!

Hér er svo typical brot af því sem ég tek með mér í vinnuna, í boxi, áður en ég geri nokkurn skapaðan hlut við herlegheitin - eins og að bæta grænmeti við hádegismatinn. Einvörðungu til að gera hann fínan, fallegan og að sjálfsögðu myndvænan!

Morgunmatstörn

Með eftiræfingu-mat og án.

Æðislegur jarða- og bláberja próteingrautur

 

 

Eftir æfingu matur

 

 

 

 

Banana- og eplaskyr með kanil

 

 

 

 

 

 

 

Hádegismatur og síðdegisbitinn

Á reyndar eftir að borða hnetusmjörspróteinberjablandið. Fyrsta skipti sem ég bý þetta gums til. Það verður mjög gaman að vera ég um þrjú leitið á eftir! 

Allsber kjúlli og sæt kartaflaHnetusmjörsblandaður prótein búðingur, jarðaber og hindber

 

 

 

 

 

 

 

Palli: Hvað áttu mörg box eftir?

Elín: Eitt box.

Palli: Jöhs... kvöldmatur eftir tvo tíma!

Ég yrði án efa flottur Hobbiti! "Hvað með morgunmat? En morgndegismat? Hádegismat og kaffi? Seinna kaffi og kvöldmat ásamt seinni kvöldmat, kvöldnasli, kvöldnarti og te fyrir svefninn?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHAHA ég var einmitt að segja þetta um daginn um mínar matarvenjur.  Núna borða ég nefnilega morgunmat um 7 leytið og svo "second breakfast" um kl. 10. Annars dey ég bara úr hungri! Þarf svo greinilega að fara að taka upp á "elevensies" sem þeir tala um í klippunni hér að neðan:  

 http://www.youtube.com/watch?v=3S6iXcx9pLA

 Oh mig langar að horfa á LOTR!

Erna (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 13:48

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahah við erum mjög góðar saman í þessu! Borða allan daginn og njóta vel!

Það er líka skuggalega stutt í LOTR gláp! Skuggalega stutt... maraþon milli jóla- og nýárs, jólakökur, heitt kakó og teppi! *tilhlökkunarspenningur*

Elín Helga Egilsdóttir, 27.10.2009 kl. 13:52

3 identicon

 Allir segja: KVÖLDMATUR og HÁDEGISMATUR. 

Lítum nánar á thetta:

nf:     hádegi     kvöld

thf:    hádegi     kvöld

thgf:  hádegi     kvöldi

ef:     hádegis   kvölds

ERGÓ:  Rétt er ad segja: KVÖLDSMATUR  Rangt er ad segja: KVÖLDMATUR

Sama má segja um kvöldfréttir..aetti ad vera kvöldsfréttir.

Annars....naes skammtar í naes boxum. 

Hungradur (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 16:28

4 identicon

Hver sá sem að segjir KvöldSmatur í mín eyru myndi vera sleginn í hnakkann

Hver er á þessari mynd þinni Hungradur???  Þú og Nicole Kidman eða ??

Dossa (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 16:49

5 identicon

Hungraður, þetta s þarf ekki  að vera eignarfalls-s heldur  nokkurs konar tengi-s sem  bætist inn í samsetninguna hádegi+matur til að auðvelda framburð. Þetta gerist oft í samsettum orðum þar sem tveir sérhljóðar standa saman, fjölmörg dæmi til um það.

Skröggur (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 17:14

6 identicon

Dossa...ae ae ae....ekki vil ég ad thú sláir mig í hnakkann...sérstaklega ekki núna thar sem ég er med vott ad höfudverki.

Vardandi spurningu thína...thá kýs ég ad svara henni ekki núna.   Na na na na na

Skröggur....thú hefur eflaust rétt fyrir thér ...ég er EKKI íslenskusérfraedingur.  Ekki er heldur létt ad segja STAERSTI...hef heyrt ad margir segja STAEDSTI..med edi...thótt ekki sé thad skrifad STAEDSTI.   Í Noregi tala menn um KVELDSMAT.

Matur kvöldsins....matur hádegisins.  ????

Hungradur (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 17:46

7 identicon

Þú ert alger æðibiti :) 

 Ég er einmitt ein af þeim sem mikla fyrir mér að taka með mér nesti hingað og þangað til að halda mataræðinu spikk og span .. hehehe svo veltir maður fyrir sér afhverju maður sé eins í holdafarinu og maður er! 

 En nú fer maður að taka sér tak .. þýðir nokkuð annað? :)

Ásta pásta (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 22:19

8 identicon

Hungraður: Hvernig skýrirðu þá t.d. leikfimistaska? Það er líka algengt að u sé notað í  svipuðum tilgangi.

 Ella Helga, bara snilldarsíða hjá þér, Ragga tengdi á þig e-s staðar á blogginu sínu (mjög duló, sem betur fer bókamerkti ég þig strax því ég fann aldrei tengilinn aftur! :)) Búin að liggja yfir blogginu þínu sem er búin að vera himnasending í hreina fæðinu, á það alltof mikið til að festast í að borða sama matinn 300x í röð en nú hef ég þig til að skoða til að hrista upp í kollinum á mér :D Takk fyrir það. Ekki verra að lesa blogg eftir aðra gráðuga kellu heldur :D

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 01:22

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohh takk fyrir kærlega báðar tvær, maður verður mjúkur í sálinni eins og karamellubúðingur!

Ásta: Að taka takið er frábærtó, sérstaklega þegar maður er kominn í gírinn. Þá verður maður svo kátur í kropp, sál og hjarta. Líka um að gera að prófa og breyta til, sjá hvernig það leggst í mann.

Hólmfríður: Ekkert smá kát að heyra þetta. Einmitt það sem ég vildi að þetta blessaða blogg mitt gerði - koma hugmyndum að hjá fólki og já, þú hefur sko hitt á réttan stað. Gráðugra kvendi er ekki til á Íslandinu held ég

Elín Helga Egilsdóttir, 28.10.2009 kl. 09:07

10 identicon

 Hólmfrídur...Skröggur svarar kannski thinni spurningu.

Hungradur (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband