24.10.2009 | 20:43
Rjómi, ostur og rjómaostur
Hef verið friðlaus alla vikuna! Ostar og rjómi er það eina sem hefur komist að í nammilandinu og loksins varð veislan að veruleika í kvöld. Rjómaostapasta, rístertu-rjómasprengja og að sjálfsögðu kroppið mitt og lakkrísinn.
Átvagl 1: Elín 0
Ætlaði að vera svaðalega fensí smensí á því og útbúa hryllilega gúrmey máltíð en rjómapastað. Elsku rjómapastað vann. Sveppir, laukur, skinka, beikon og paprika svissað í örlitlu kryddsmjöri og piprað. Camembert, rjómaostur, sveppa smurostur og parmesan brætt saman í rjóma, kryddað með pipar og steinselju, og sveppagumsinu hellt þar út í. Ostasósunni er svo hellt yfir spaghettíið og gleðin toppuð með parmesan.
Átvagl 2: Elín 0
Ostagumsið snætt með bestu lyst og aðeins meira af kolvetnum og osti. Baguette, ritz og ostar! Mmmmm...
Í neðra horni vistramegin, á myndinni hér að neðan, er heimagerð bláberjasulta frá Ernu. Miiiikið gómsæti... mjög mikið!
Átvagl 3: Elín 0
Kropp og fylltar reimar. Uppáhalds nammibland númer 1, 2 og 3.
Átvagl 325: Elín - 14
Rístertu-rjómasprengja a-la Erna vinkona. Hér sameinast allir nammipúkar alheimsins í formi smjörs, sýróps, súkkulaðis, sykurs, hneta, karamellusósu, banana og nóakropps. Ísinn situr sallarólegur á kanntinum og án efa feginn að losna undan álaginu sem fylgir því að vera aðal-nammidagsnammið!
Þakkargjörðar fiesta numero uno næsta laugardag í Gúmmulaðihöllinni.
Ó hvað ég elska nammidagana mína!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Ragga Nagli, Svindl | Breytt 24.9.2010 kl. 10:47 | Facebook
Athugasemdir
Glaesilegt, gómsaett og listraent.
Hungradur (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 21:09
Namm namm namm...heimagerd bláberjasulta (slef)
Hungradur (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 21:11
Jammí! Allt saman svaðalega girnilegt! .... og það verður að viðurkennast að það er eitthvað þægilegt við að sjá að þú færð þér annað slagið sama mat og við hin :)
Ásta (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 03:15
Hungraður: Þetta var mikil veisla, mjög langþráð og afskaplega gott!
Ásta: Hahaha
Ég hef farið báðar hinar leiðirnar, borðað það sem ég vil, þegar ég vil, svo og sleppt því að borða allt sem gæti mögulega talist vera "óhollt". Sú fyrri þrengdi buxnastrenginn allsvaðalega (af því að ég er átvagl og á því miður erfitt með að hemja það) og sú seinni breytti mér í sípirrað fýluskrímsli sem var alltaf svangt. Þessi leið virðist hinsvegar henta mér best. Halda mig á mottunni út vikuna og eiga einn góðan nammidag, eða tvo mjög pena. Ég nýt þess svo miklu betur að borða gúmmulaðið, sem kemur mér í gírinn til að gera ennú betur í rækt og matarræði vikuna á eftir.
Þetta er bara lovlí
Elín Helga Egilsdóttir, 25.10.2009 kl. 08:32
Hungradur (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 09:30
ELÍN HELGA!!!!Þú hefur vonandi munað eftir því að bursta tenns!!!
BTW, það var svipað í gangi hér í gær...200gr.hammari með öllu góðu og svo Snickerskaka, Ben&Jerry´s caramel fudge og flöðeskúmm.
Om nom nom...
mammagamla (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 09:46
Nohm! Átfiestan hefur verið smitandi - ætli þetta hafi bara átt sér stað hérna í Garðabæ? Hvert einasta heimili yfirfullt af kransaæðavaldandi mat og svaðalegum kræsingum!
Good stuff!
Elín Helga Egilsdóttir, 25.10.2009 kl. 10:02
Hungradur (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 17:39
Kudos fyrir osom nammidag!!
Það var svipað ástandið í Blásölum á föstudagskvöldið þar sem pizza hut var snædd og svo ís með banönum, snickers og lakkrís í desert... hefði borðað meira ef ég hefði ekki sofnað svona hel**** snemma. Alvarleg mistök á nammidegi!
Á laugardagskvöldinu fórum við svo á Bollywood í Turninum og MMmmMMmm hvað maturinn var góður. Og showið kom mér bara á óvart, verulega skemmtilegt og ekki skemmdi að Hannes er þar í einu aðalhlutverka!
Erna (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 09:44
ER HANNES Í BOOLYWOOD! Hahh
þetta þarf að kanna.
Mig er mikið búið að langa að fara á þetta - þó aðallega út af matnum of kors.
Elín Helga Egilsdóttir, 26.10.2009 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.