Morgunverðarpönnsa

Jebb. Pönnukökur klukkan 6 að morgni. Rændi þessari uppskrift frá Röggu. Átti ekki grasker svo ég lét hafrana liggja í eggjahvítunum yfir nótt. Bætt þá út í deigið smá kanil/vanilludropum/lyftidufti á hnífsoddi. Berin örbylgjaði ég í muss, blandaði 1 msk af þykkt blönduðu próteini og smurði yfir pönnsurnar.

Eggjahvítu- og hafrapönnsur

Eggjahvítu og hafrapönnsur

40 gr. hafrar

5 eggjahvítur

60 gr. grasker (ég sleppti, átti ekki grasker)

vanilludropar

kanill

sætuefni ef vill

Gums af öllum sortum - hörfræ, hnetur, ávextir, krydd...

Hræra saman, hella á heita pönnu - voila. Má hræra saman í blender, með handþeytara, skeið eða einhverju exotísku ef þú ert í stuði.

 

Afskaplega fínt, áferðaperrinn kátur og maginn sáttur. Stundum er hægt að plata átvaglið með því að bíta í mat sem er í laginu eins og "bannmatur" - kökur, búðingur, pönnukökur... þessar plötuðu svo sannarlega. Síðan væri hægt að bæta allskonar gúmmulaði út í degið. Hnetum, banana, muldum hörfræjum. Eða taka American Style á þetta með eggi og beikoni. Möguleikarnir eru endalausir. Þetta var virkilega mikill gleðimatur.

Jæja, ætla að gera mig klára á æfingu. Hringþjálfun og brennsla, vinna, kvöldmatur, kvöldnasl, svefn, lyftingaræfing, borða, gera Gúmmulaðihellinn upp, borða... NAMMIDAGUR! Svakalegt hvað tíminn líður!

Finnst einhverjum öðrum eins og að pönnsurnar, á myndinni hér að ofan, séu að ulla á sig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LOL AHHAHAHAHHAHAHAH....jú thad er ekki laust vid ad ullun eigi sér stad.  Mikid svakalega ertu klár í ad plata átvaglid.  Átvaglid gledst a.m.k. á morgun.

Hungradur (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 07:53

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Já, plata dýrið svo það fari ekki að kvarta og ekki kvartar það yfir þessum pönnsum. Svaðalega voru þær fínar!

Elín Helga Egilsdóttir, 23.10.2009 kl. 10:42

3 identicon

Funny Frog Sticking Out Tongue Isolated Royalty Free Stock Imageull ull ull

Hungradur (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 14:19

4 identicon

Ullandi pönnsur = Ullpur

eða

Pönnsur Ullandi = Pullsur

Dossan (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband