22.10.2009 | 10:00
Matur á fartinum
Þegar mikið liggur við og þú ert uppteknari en allt sem er upptekið þá er ágætt að geta hrært í eitthvað á örskotsstundu sem hægt er að kippa með í bílinn/vinnuna/töskuna. Gott dæmi um gott nart, á ljóshraða, er skyr og skyrgums.
Skyr, stappaður banani, frosin bláber og möndlur. Hræra saman, beint ofan í plastbox og viti menn - þú þarft ekki að láta sjoppufæði heilla þig upp úr skónum og nartar í ljóshraðamatinn þegar hungrið segir til sín.
Síðustu vikur hef ég verið að taka hellinn í gegn og því ekki búinn að vera mikill tími til matarplans. IKEA var að sjálfsögðu einn af mínum viðkomustöðum um helgina og á vissum tímapunkti var maginn farinn að kvarta sáran. Hrærði því saman í ljóshraðagumsið, á myndinni hér að ofan, og borðaði með góðri lyst í bíl, ala Palli driver, á leiðinni í völundarhúsið. No problemo! Engar IKEA pulsur eða sænskar kjötbollur! Þó það sé að sjálfsögðu alltaf gott að bíta í sjóleiðis gums!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Holla fitan, Ragga Nagli, Skyr | Breytt 24.9.2010 kl. 10:43 | Facebook
Athugasemdir
Ef ég pýri augun þá sé ég út úr þessu rísallamand
Dossan (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 10:09
Mhmmm hvað ég hlakka til jólanna!
Elín Helga Egilsdóttir, 22.10.2009 kl. 10:33
Nestaðu þig upp Snjallt! Bragdlauka, kropp og budduvaenlegt!
Hungradur (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.