Karamellu kanilpopp með pecanhnetum og súkkulaði

Enn einn vel heppnaður nammidagur yfirstaðinn og sálin tilbúin að takast á við aðra, frekar æðislega viku, fulla af hnetum, harðfisk, kjúlla og öðru uppáhalds fæði. Eins og nammidögum, a la Ella, sæmir var hið sígilda nammi keypt. Hnetu- og nammibland, Nóakropp og fylltar lakkrísreimar. Bara svo þið vitið, þá er Nóakropp og fylltar lakkrísreimar uppáhalds nammið, fyrir utan ís, og skal ætið borða saman! Það er hin fullkomna nammitvenna. Lakkrís, marsipan, súkkulaði og crunch!

Nammidags nammibland

Ofnbakaða ziti-ið fékk að líta dagsins ljós. Svaðalega fínt pasta með tómat-basilsósu, parmesan, mozzarella og hakki. Með fylgdi hvítlausbrauð og baguette. Þetta var æði!

Ofnbakað Ziti

Svo bjó ég til svolítið sem ég ætla að gera aftur... og aftur... og örugglega aftur! Ofnbakað KARAMELLUPOPP! Þetta var brjálæðislega frábærlega fínt! Karamellan harðnar utan á poppinu og það verður stökk og skemmtilegt að bíta í, bragðið æði og áferðin el perfecto.

Karamellu kanilpopp með pecanhnetum og súkkulaði

Og vitið þið hvað... það er næstum því betra, ef ekki í sama sæti og Nóakropp, út á ís! Næsta laugardag ætla ég að búa mér til bragðaref með karamellupoppi einvörðungu!

Karamellupopp og nóakropp út á ís

Mér til mikillar furðu þá kláraðist nammið ekki! Það varð reyndar svo mikið eftir að næsti nammidagur er nokkuð góður bara! Hinsvegar hvarf poppið á nokkrum mínútum, síðasta Nóakroppskúlan var kláruð fyrir 21:00 og ísinn tekinn með trompi.

Það er amk nokkuð augljóst hvað er vinsælast í Gúmmulaðihellinum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thú segir ad áferdin á karamellupoppinu sé "el perfecto"   

Thad sem thú meinar er náttúrulega ad húnel perrafecto.

Hungradur (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 11:01

2 identicon

Ég er mjög gráðug í að fá að smakka karamellupoppsið

Dossa (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 11:03

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

hahhaha

Perrafecto popp og Dossan fær að smakka!

Elín Helga Egilsdóttir, 11.10.2009 kl. 12:36

4 identicon

Ég kaupi mér stundum svona karmellupopp á Spáni og líkar vel. Hefur ekki dottið í hug að setja það á ís en það verður án efa prófa fljótlega. Ú je!

Erna (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband