13.10.2009 | 11:23
Naglinn umbreytir
Ástæðan fyrir því að ég hef ekki verið að baka mikið, elda stórkostlegar risa máltíðir eða ofurgrauta, síðasta mánuðinn, er sú að ég vildi breyta til og prófaði fjarþjálfun hjá þessari skvísu. Hún heitir Ragnhildur, öðru nafni Ragga Nagli og ber nafn með rentu. Ég fékk sumsé úthlutað hjá henni æfinga- og matarprógrammi sem ég hef verið að fara eftir. Svolítið skemmtilegt að fá á blaði ákveðin hráefni sem má borða, á ákveðnum tímum dags, og reyna að útbúa fjölbreyttan matseðil út frá því. Það er einnig ástæðan fyrir því að ég hef ekki verið að skrá og skjalfesta uppskriftir eftir nákvæmum mælingum - ef þið viljið sjá matseðilinn hennar, þá er um að gera að byrja í þjálfun hjá henni. Það er sko eitthvað sem þið sjáið ekki eftir.
Hún er svoddan eðal íþrótta-kvendi að annað eins hefur ekki sést eða heyrst. Hefur brennandi áhuga á því sem hún er að gera, enda skín það mjög vel í gegn. Hún er ekkert að skafa af hlutunum, fegra eða einfalda á nokkurn hátt. Þú færð hreinan og beinan sannleikann í æð, hvort sem þér líkar það betur eða verr. Á einum mánuði hefur skrokkurinn á mér umbreyst heilan helling. Ég hef ekki lést um gramm, búin að styrkjast mikið og sentimetrarnir fjúka út í veður og vind og fötin gera ekkert annað en að stækka... hoho. Hlakka mikið til að fylgjast með þróun þessara breytinga.
Matseðilinn er líka æðislegur. Fjölbreyttur og svo margt hægt að malla á "löglegan" og einfaldan hátt en samt hafa það "gúrmey". Sést svosum á myndunum hér að ofan, ég hef það ekkert alslæmt! Allskonar sem "má" borða sem ég persónulega hélt að væri á ímynduðum bannlista yfir matvörur á meðan verið er að grenna sig. Ég lít amk. á næringu og líkamsrækt allt öðrum augum en ég gerði. Nammidagarnir sívinsælu eru leyfilegir, svo lengi sem þú heldur þig á mottunni hina dagana og kemur þér aftur á sporið daginn eftir. Þið hafið nú fengið að sjá nokkra allsvaðalega nammidaga hjá átvaglinu, hver öðrum græðgislegri.
Ég ætla amk að halda áfram að púsla saman máltíðum úr því sem ég hef úr að moða! Nammidagarnir verða nýttir í eitthvað meiriháttar skapandi og næsti mánuður er ekkert nema spennó!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hugleiðingar, Ragga Nagli, Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 10:36 | Facebook
Athugasemdir
Sammála, hún Ragga Nagli er æði!! Var hjá henni og fer aftur eftir aðgerðina sem ég er að fara í!! Get ekki beðið
Karen (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 11:29
Gerd'einsog'ún Ragnhildur segir thér: "Bordadu próteinid thitt"
Ég er minn eigin thjálfaragúrú. Finn aefingar á netinu og í sjónvarpinu + thad sem gott er ad borda. Tími ekki ad borga fyrir thad sem madur getur audveldlega fundid út sjálfur.
En sumir thurfa kannski á thjálfa ad halda vegna agaleysis. Thá er sá kostur gódur.
Hungradur (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 12:36
Ekki endilega agaleysi, bara utanumhald, stuðningur og fjölbreytileiki í æfingum. Líka alltaf svo gott að geta spjallað við- og fengið ráð hjá aðila sem veit mikið um þessa hluti. Ég þóttist nú vera svaðalega spræk í þessu öllusaman (netráp, endlaust lesefni ofr) - afskaplega margt sem ég hafði ekki hugmynd um! Þetta er bara frábært.
Netið er líka stútfullt af allskonar vitleysu. Þarf að vanda valið við leit að efni, svo miklu hef ég amk komist að.
Líka gaman að breyta til og fá smá þjálfaraboost. Mæli eindregið með henni!
Elín Helga Egilsdóttir, 13.10.2009 kl. 12:51
Alveg rétt hjá thér ad netid er stútfullt af allskonar vitleysu. Fyrir thá sem eru ad byrja og hafa ekki hugsad um thessa hluti er thjálfari sjálfsagt ágaetis kostur.
Ég er thó viss um ad THÚ kaemist alveg af án thess ad fá thjálfarahjálp. En audvitad er thjálfaraboostid gott og skemmtilegt, thótt í thínu tilfelli sé thad alls ekki naudsynlegt.
Gangi thér vel med programmid
Hungradur (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 13:05
Tekur hún að sér að afmá ummerki um óléttuspik? ;)
Erna (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 14:17
Hehe Erna, ekki _strax_ ekki. Mátt bráðum fara í átak en ekki strax :)
Palli (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 16:45
Jassssó, alger óþarfi að borga fyrir þjónustu sem að hægt er að finna á netinu frítt - case in point: http://www.canpages.ca/blog/?p=329
Annars er ekkert til sem heitir óléttuspik Erna mín, þetta er bara ástareinangrun - svo þú merjist ekki þegar að bumbubúinn er að æfa Tai Kwon Do í bumbunni
Dossa (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 18:07
Dossa......LOL HAHAHAHHA AHAHAHHAHAHAHAHHAHAHA
Hungradur (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 19:28
Hahahahah! Dossa, I like the way you think. Fékk mér að þessu tilefni aðra kökusneið svona ef ske kynni að bumbus verði æstur í dag.
Og nei Palli.. ég býst við að ég bíði í nokkrar vikur í viðbót með átakið. Er samt að drepast mig langar svo á eina hörku-svita-æfingu (sem ég get reyndar framkallað bara með því að labba stigann í vinnunni but it´s not the saaaame)!
Erna (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 09:55
Hahahahaha ahhh.... good times! Ég ætla að fara í þetta tannlæknastúss og sjá hvort ég komist upp með það! Mömmu án efa til mikillar hamingju.
Þetta verður svakalegt næsta vor Erna... ójes! Þú munt fá harðsperrur á staði sem maður fær annars ekki harðsperrur eins og eyrun, augnlokin og nasavængina!
Elín Helga Egilsdóttir, 14.10.2009 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.