5.10.2009 | 19:30
Kjúlli og blár vettlingur
Kjúllinn klikkar aldrei. Hann er næstum því alltaf gómsætur og gleðilegur fyrir bragðlaukana. Undantekningin er ofsoðið kjúklingkjöt sem er stíft og grátt og hræðilegt. Ughhh... EN.. það sem átti sér stað í kvöld var samruni salts, pipars, papriku og örlítils kanils að sjálfsögðu. Bringu velt uppúr krumsinu og grilluð í Foreman á meðan grænmetið var steikt á pönnu. Skreytt með möndlu dukkah og steinselju. Hryllilega gómsætt og kryddin áttu vel saman bæði með kjúlla og grænmeti. Laukur og gulrætur urðu "smjörkennd" og sæt við steikinguna, sem gladdi mig óstjórnlega.
Sjáið þið svo hvað kisinn minn kom með inn áðan. Ekkert nema krúttaralegheitin enda fengurinn mikill!
Rétt í tíma fyrir snjókomuna og kuldann! Hefði reyndar verið ágætt að fá tvo, heimtufrekja í undirritaðri - þarf að þjálfa hann upp í þessu! Nú er samt einhver sorgmæddur í snjónum með einn vettling.
Markmið fyrir næstu jól: Að kisarnir sæki fyrir mig nóa kropp og kanil í tonnatali!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll | Facebook
Athugasemdir
Bláa höndin inn á hvert heimili ;-)
xxx (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 22:51
Hahh!!
Ef þú átt við bláu höndina í Firefly, þá færð þú fullt hús stiga fyrir þetta komment!!
Elín Helga Egilsdóttir, 6.10.2009 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.