3.10.2009 | 20:56
Svindlmáltíðin
Alltaf ein slík í viku. Alltaf jafn gaman þegar að henni kemur. Höfum þetta stutt og laggott. Ég, hér með, játa allar syndir laugardagsins umbúðalaust og sver við nafn hins alheilaga ræktarhúss, að mæta galvösk á mánudaginn og pína hverja einustu frumu í blússandi botn!
PIZZA
Veit ekki af hverju, en svindlið virðist aldrei vera fullkomið nema með einni slíkri! Hún vinnur sveitt ostapasta, hambó og doritos kjúlla, drukknandi í sósu, með bros á vör... ef pizzur væru með varir!
NAMMI
Súkkulaðihjúpað hnetumix, uppáhalds nammið verð ég að viðurkenna, og smá nóakropp. Doritos fyrir Palla þar sem súkkulaðiandinn virðist ekki leggja hann jafn stíft í einelti og mig!
Loks kemur að langrþáðri stjörnu kvöldsins!
KÖKUDEIGSÍS
Svakalega dónalegt, hjemmelavet, hnetusmjörs kökudeig með súkkulaði- og butterscotch bitum og pecanhnetum. Hrært saman við ísbúðar-ís, nóakropp og dolce de leche! Guð minn almáttugur og allir englarnir!
Ég segi ekki meir og ætla að fá mér einn bita í viðbót! Ójá!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Ragga Nagli, Svindl | Breytt 24.9.2010 kl. 10:35 | Facebook
Athugasemdir
I wantz za dezertz
Dossa (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 21:38
Hann var ekkert nema osomness!!
Elín Helga Egilsdóttir, 3.10.2009 kl. 21:50
Vá...thú dast raekilega í thad. Ég luma á gódri pizzuuppskrift, sem ég skrifa kannski um seinna.
Ég bý til minnst thrjár stórar pizzur (bökunarplötustaerd) í hvert skipti. Sker í haefilega stór stykki og set í frystinn thad sem ég háma ekki í mig strax.
Hungradur (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 17:19
Þetta var ekkert nema ánægjuleg átkvöld - almennileg verðlaun eftir "duglega" viku
Elín Helga Egilsdóttir, 4.10.2009 kl. 19:22
Jiminn!! Ég finn fyrir sykrinum í gegnum netið!
Erna (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.