Svindlmáltíðin

Alltaf ein slík í viku. Alltaf jafn gaman þegar að henni kemur. Höfum þetta stutt og laggott. Ég, hér með, játa allar syndir laugardagsins umbúðalaust og sver við nafn hins alheilaga ræktarhúss, að mæta galvösk á mánudaginn og pína hverja einustu frumu í blússandi botn!

PIZZA

Veit ekki af hverju, en svindlið virðist aldrei vera fullkomið nema með einni slíkri! Hún vinnur sveitt ostapasta, hambó og doritos kjúlla, drukknandi í sósu, með bros á vör... ef pizzur væru með varir! Woundering

Eldbökuð pizza með rjómaosti, kjúlla, jalapeno, lauk, papriku og oregano

NAMMI

Súkkulaðihjúpað hnetumix, uppáhalds nammið verð ég að viðurkenna, og smá nóakropp. Doritos fyrir Palla þar sem súkkulaðiandinn virðist ekki leggja hann jafn stíft í einelti og mig!

Súkkulaðihjúpað hnetumix og nóakropp

Doritos

Loks kemur að langrþáðri stjörnu kvöldsins!

KÖKUDEIGSÍS

Svakalega dónalegt, hjemmelavet, hnetusmjörs kökudeig með súkkulaði- og butterscotch bitum og pecanhnetum. Hrært saman við ísbúðar-ís, nóakropp og dolce de leche! Guð minn almáttugur og allir englarnir!

Svaðalega dónalegt kökudeig, ís og nóakropp

Massífur kökudeigsís

Ég segi ekki meir og ætla að fá mér einn bita í viðbót! Ójá! Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

I wantz za dezertz

Dossa (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hann var ekkert nema osomness!!

Elín Helga Egilsdóttir, 3.10.2009 kl. 21:50

3 identicon

Vá...thú dast raekilega í thad.  Ég luma á gódri pizzuuppskrift, sem ég skrifa kannski um seinna.

Ég bý til minnst thrjár stórar pizzur (bökunarplötustaerd) í hvert skipti.  Sker í haefilega stór stykki og set í frystinn thad sem ég háma ekki í mig strax.

Hungradur (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þetta var ekkert nema ánægjuleg átkvöld - almennileg verðlaun eftir "duglega" viku

Elín Helga Egilsdóttir, 4.10.2009 kl. 19:22

5 identicon

Jiminn!! Ég finn fyrir sykrinum í gegnum netið!

Erna (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband