2.10.2009 | 16:11
6 máltíðir yfir daginn
Sú fyrsta klukkan 06:00, á lyftingadögum - annars klukkan 9, og sú síðasta á milli 22:00 - 23:00 á kvöldin.
Morgunmatur - 09:00
Kökudeigs jarða- og bláberjagrautur.
Þessi var æði! Blandaði vanillupróteini (GRS-5), vanilludropum og kanil þykkt saman með vatni. Hrærði höfrum þar útí, bætti smá vatni við uppá áferð og svo loks frosnum jarða- og bláberjum! Yömmó!
Millimál - 11:00
Banana- og eplaskyr með kanil. Draumur í ... plastboxi!
Hádegi - 13:40
Grillaður kjúlli og sæt kanilkartöflustappa (uppáhalds uppáhalds þessa stundina). Já, ég geri mér grein fyrir því að kanill hefur komið við sögu í fyrstu þremur máltíðum dagsins hjá mér!
Millimál - 16:00
Harðfiskurinn minn og hneturnar.
Kvöldmatur - 19:00
Jújú, laukur, rauðlaukur, gulrætur og paprika steikt upp úr olíu, þangað til mjúkt. Saltað eilítið. Roastbeef rifið/skorið niður og bætt út á pönnuna rétt í endann til að hita. Ég tók pönnuna af hitanum og bætti svo kjötinu við, hrærði smá og voila! Þetta var æðislegt! Einfalt og bragðgott. Geri svona gums pottþétt aftur. Sætur laukur/gulrætur, smá saltbragð og piprað kjötið... mikið gott!
Máltíð fyrir svefn - 23:00
Hnetusmjörsblandaður prótein 'búðingur'.
Próteini (GRS5), hnetusmjöri, kanil og vanilludropum blandað þykkt saman með vatni. Þessar blessuðu myndir gera því miður bragðinu, og áferðinni, ekki nein skil, myrkrið mín kæru. Blessað myrkrið. En ekki vera hrædd þó liturinn sé skelfilega óaðlaðandi - þetta er syyyyndsamlega gott snarl.
Ljúfa líf og laugardagur á morgun! Ég bjó mér til kökudeig (eggjalaust) með súkkulaðibitum, hnetusmjöri og hnetum í gær og ætla að kaupa ísinn á morgun. Minn eigin kökudeigsís!! Hihiii...
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Heilsdagsát, Ragga Nagli, Prótein | Breytt 24.9.2010 kl. 10:33 | Facebook
Athugasemdir
Nammi namm frá morgni til kvelds
Hungradur (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 18:43
Namm...kem hingað á hverjum degi og slefa yfir myndunum þínum, gleður mig alltaf jafn mikið þegar það er komið nýtt blogg:)
Er meira að segja komin með æði fyir kanil sem er bara ekkert nema gott:)
Takk fyrir innblásturinn...
Sigrún (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 22:51
Hahah ég er sammála þér þar Sigrún. Kanill er uppáhalds kryddið mitt
Þakka þér annars kærlega fyrir mig!
Elín Helga Egilsdóttir, 3.10.2009 kl. 09:09
Ég aetla ekkert ad vera ad hraeda ykkur...en ég heyrdi einhverstadar ad of mikil kanilneysla vaeri ekki gód fyrir heilsuna. Leitadi thess vegna ad thessu á netinu. Sennilega finnst miklu betra efni um thetta en thad sem ég fann í fljótheitum.
Mér finnst kanill rosalega gódur. Kanilsnúdar og kanill med sykri út á grjónagrautinn.
Bara svo thid vitid af thessu:
http://www.peoplespharmacy.com/2008/02/12/how-much-cinnam/
Hungradur (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 11:16
Já, hef einmitt heyrt af þessu líka. Þessi Cassia kanill.
En eins og einhver lét út úr sér - allt er gott í hófi Pínku kanill gerir ágætis mat æðislegan! hoho
Elín Helga Egilsdóttir, 3.10.2009 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.