6.10.2009 | 13:13
Prótein hnetukaka
Þetta eru nú ekki merkileg vísindi en ég geri þetta nú samt stundum til að breyta til og gleðja áferðaperrann. Prótein, vatn, hnetur og krydd. Alltið og sumtið sem þarf til að búa þetta til. Taka hnetur og mylja smátt. Ég notaði möndlur hérna (nota líka pecan- og valhnetur), setti í lítinn plastpoka og muldi með kökukefli.
Hnetur í skál, um það bil 1 msk próteinduft (ég notaði GRS-5) og kanill eftir smekk.
Blanda létt saman.
Ponsulítið af vatni, rétt þannig að próteinið leysist upp og nái að þekja hneturnar.
Inn í örbylgju í 40 - 60 sek. Ég var með mitt inni í 40.
Setja á disk, þjappa saman og móta í köku... eða gíraffa... eða stjörnu...
Setja inn í ísskáp/frysti og hohooo!
Hnetukaka sem er mjöög gaman að bíta í!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Holla fitan, Prótein, Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 10:31 | Facebook
Athugasemdir
Vá þetta er snild, eg datt óvart inn á síðuna þina og pant prófa þetta :) Er í átaki og mmm þetta er snild á kvöldin að narta í slurrrrp :)
Karen (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 13:34
Sneddí! Ætla að búa til svona í kvöld og borða í morgunkaffinu í fyrramálið! Takk fyrir alla frábæru matarpistlana þína:)
Ásta María (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 16:55
Þakka ykkur báðum fyrir og vonandi að þið njótið vel.
Var einmitt að klára eina svona núna, svaðalega fín
Elín Helga Egilsdóttir, 6.10.2009 kl. 22:13
Protein & nut'z ?
Steingrímur Helgason, 6.10.2009 kl. 23:20
Heldur betur!
Elín Helga Egilsdóttir, 7.10.2009 kl. 13:13
hugmyndaflugið hjá þér stelpa...
Jóna Lind (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 14:42
Hey ells gells! Heldur ad tad se haegt ad bua svona til an proteinsins....
Annars fer eg eftir blogginu tinu i matarvali....gikkurinn sjalfur er farinn ad gaeda ser a graut a morgnana, alveeeg magnad!
inam (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 20:32
Almennilegt maður! Grauturinn er ofur!
Ég hef reyndar ekki prófað þetta án próteins - en það er pottþétt hægt að útbúa svona á einfaldan hátt án þess! Ég þarf að prófa og sjá hvað kemur út úr því! Kannski banani/heilhveiti/smá hunang... hmm! Læt þig vita ef ég finn eitthvað sneðugt!
Elín Helga Egilsdóttir, 7.10.2009 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.