Stofan mín er bleik

Veðrið er snöggt um þolanlegra ákkúrat þessa stundina en það var um helgina. Sólin er að setjast, stofan mín er þar af leiðandi bleik-appelsínugul og birtan hérna inni er notaleg. Morgnarnir eru líka orðnir svo æðislegir þegar brakandi kalt/ferskt/vetrarlegt loftið tekur á móti manni - ahhh, hressandi! Kvöldmaturinn var líka nokkuð hressandi á þessum annars ágæta mánudegi!

Grillaður kjúlli með grilluðu grænmeit, sinnepi og valhnetum

Foremangrillaður kjúlli, paprika, laukur, rauðlaukur, tómatur, smá dijon/honey dijon hasar og að lokum... ohhh svo gott... valhneturnar mínar! Ofnristaðar með smá salti! Perfecto!

Grillaður kjúlli með grilluðu grænmeit, sinnepi og valhnetum

Alveg mangað hvað grænn litur gerir margar myndir glæsilega fínar. Sérstaklega matarmyndir. Svo einstaka sinnum birtast hræðilegir, krumpaðir rauðlaukar á myndum.. en það er allt í lagi. Þessi grillaði ljótlaukur var góðlaukur!

Grillaður kjúlli með grilluðu grænmeit, sinnepi og valhnetum

Svaðalega tilhlökkunarvæn fótaæfing á morgun. Pína þessi grey fram í rauðan dauðan! Hnébeygjur, fótapressur, framstig, hliðarstig, hnakka, handahlaup og fjórfallt heljastökk bara upp á grínið! Amen!

Hafið það notó í kvöld elsku bestu. Kertaljós, gúmfey föt og með því!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta þykir mér glaðr matr - virkar ó só sommerí svona á sínu græna beði

Dossan (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 20:15

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þetta var afskaplega góðr matr.

Elín Helga Egilsdóttir, 29.9.2009 kl. 06:47

3 identicon

Svaka flott! Grænt gerir allt miklu betra. Mér finnst t.d. diskar sem eru bara með kjöti ekkert spes en settu eitt salatblað við hliðiná. Ú je!

Erna (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 14:23

4 identicon

Hæ hæ:)

Ég fór á stúfana í dag til þess að kaupa mér blandara og matvinnsluvél en varð algjörlega ringluð... Getur þú mælt með góðum græjum? Hvað notar þú?

Prófaði annars speltbrauðið þitt í dag og það var delicious!! :)))

Kv. Steinunn

Steinunn (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 16:13

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hæhæ Steinunn

Nú er ég enginn expertó á merki og tækin mín eru sérlegar harlem týpur af dularfullum uppruna (ég man nú ekki alveg hvaðan ) en þau standa samt vel fyrir sínu. Mamma á t.d. matvinnsluvél sem er 100 ára gömul, no name merki en mikið tryllitæki!

Ef ég væri að kaupa mér nýja matvinnsluvél myndi ég reyna að passa að neðra hnífsblaðið lægi sem næst botninum. Aðallega svo það sé ekki alltaf smá lag af gumsi í botninum sem blandast aldrei og að þú þurfir alltaf að stoppa til að hræra upp. (jebb, þannig er mín vél í dag) Annað, þá myndi ég finna mér vél sem er með 600W mótor eða meira. Hér eru t.d. nokkrar vélar (svo bara um að gera að ganga á milli búða og spila Gettu betur við starfsfólkið).

Varðandi blenderinn þá kæmi ég líklegast til með að vanda valið svolítið. Aðallega af því að ég nota minn t.d. til að hræra saman boost og ef ég set klaka með (stundum set ég bara 2 - 3) þá myljast þeir ekki endilega alveg í hakk. Bara passa að mótorinn sé sterkur held ég.

Svo, sem er atriði fyrir mig, kaupa tæki sem er auðvelt að þrífa

Kaupin fara kannski svolítið eftir því hvað þú ætlar að nota tækið í, hversu mikið ofr.? Ef ég ætti allan peninginn í heiminum þá myndi ég líklegast fylla eldhúsið mitt af Kitchen Aid vörum. Blenderinn, hrærivélin og matvinnsluvélin eru æði. Maður gæti hrært saman múrstein í þessum blender.. segi það satt. En þar sem þessi tæki kosta um það bil handlegg og bút úr sálinni þá læt ég það bíða betri tíma

Vona að þetta hafi svarað einhverju en ekki ruglað þig ennú meira!

Það er kannski einhver snillingur hér sem getur mælt með tækjum eða gefið betri ráð?

Elín Helga Egilsdóttir, 30.9.2009 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband