26.9.2009 | 21:56
Tilbiðjum nammiguðinn
Athöfn sem á sér stað nokkrum sinnum yfir árið. Iðulega á laugardögum. Stundum á föstudögum og í örfáum tilfellum frá föstudegi til sunnudags. Hörðustu fylgjendur tilbiðja daglega og láta sykurskatt ekki á sig fá! Margir ranka þó við sér í sykurmóðunni miðri, fara með 100 armbeygjubænir, 30 spretti, 2 kollhnísa og bíta í gúrku til að losa sig við öll ill nammiatóm. Það gerðist ekki hjá mér í dag!
Um kvöldmatarleyti er stiginn tryllingslegur nammidans og fórnir færðar guðinum í formi grænmetis, hafra, korns og annars heilnæms fæðis. Loks er guðinn hylltur með fyrstu máltíð kvöldsins, sem yfirleitt er fæða af einhverri sort - svo tilbiðjandinn fái ekki magaverki og hverfi í sykurmóðu löngu fyrir miðnætti. Fæðan er þó ekki guðinum bjóðanleg nema kolvetnis og fitumagn fari yfir 423% og tilbiðjandi eigi erfitt með andardrátt eftir átið!
Til að flýta fyrir ótímabæru hjartaáfalli, stífluðum æðum og almennum kvillum, er átinu haldið áfram! Eftirrétturinn tekur nú við, í allri sinni rjómakenndu dýrð, og öllum til mikillar furðu var hann í formi íss! Guðinum til ískrandi hamingju að sjálfsögðu! Kasjúhnetan er til að vinna inn aukastig í tilbeiðslunni.
Ungviðið hún systir mín rak augun í kökudeigsbita. Jújú, ekki láta ykkur detta annað í hug...
...kökudeigsbitabragðarefur! Harkan sexþúsundogfimmtíu!
Þar sem við erum trúræknar mjög og harðir fylgjendur hins almáttuga Olsen olsen þá létum við ekki þar við sitja...
...eða þarna!
Það er nokkuð ljóst að við fáum stóru svæði úthlutað í nammilandi þegar þar að kemur!
Tilbeiðslu er formlega lokið... næstu 100 árin eða svo! Ég held ég verði mjög þunn á morgun!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Ragga Nagli, Svindl | Breytt 24.9.2010 kl. 10:28 | Facebook
Athugasemdir
Í HVAÐA ísbúð fær maður cookie dough í bragðarefinn sinn má ég spurja??nammmm
Frábær síða hjá þér, ég finn sjálfa mig mjög mikið í þessum skrifum!
Helena (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 03:00
er svo gaman að koma á bloggið þitt :) kannt að segja svo skemmtilega frá (góður penni) :) Er enn að vinna í að koma mataræðinu á rétt ról .. þú ert einn af mínum "máttarstólpum" hvað varðar hugmyndir í því ....
Ásta (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 03:52
Helena: Ójá! Cookie dough í Ísbúðinni í Garðabæ. Miklir ís-snillar þar.
Ásta: En hvað það er gaman að heyra þetta. Ég er uppi með mér ... virilega! Gangi þér afskaplega vel með mataræðið. Svakalega gaman þegar sá hluti er kominn í svo til fastar skorður.
Elín Helga Egilsdóttir, 27.9.2009 kl. 09:58
I liiiike! Cookie dough?? Nice man.. real nice!
Erna (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.