Grillrendur eru girnó

Það er hreinlega staðreynd. Foreman grillaður kjúlli og laukur, ómerkilegt kvöldmats kombó, en grillrendurnar... hohoo... rendurnar færa lúkkið upp á næsta stig á girnileikaskalanum! (Græna gumsið sem fylgir með á myndinni er þó ekkert að skemma fyrir Wink). Grillaður laukur verður svooo sætur og mjúkur. Ég elska grillaða lauka.

Grilluð kjúklingabringa og lauksneiðar með grænmeti

Annað í fréttum:

Fjólublár föstudagsgrautur mínus skrautið. Örbylgjuhituð bláber/jarðaber, hafrar og kryddað með kanil, smá múskati (mjöööög lítið), salti og sítónuberki sáldrað yfir í restina. Namaha! Komið fyrir í boxi og borðað með hamingju og gleði eftir æfingu. Mörg vinnuaugu góndu á fjólubláu klessuna með mismikilli hrifningu! Það er þó satt... það er eins og grauturinn sé meiddur!

Svaðalegur fjólugrautur

Grænar baunir og gulrótagleði. Túnfisksalat í hádegismat. Túnfiskur, grjón, gröna bönar, gulrót, salt, pipar, karrý, dijon og honey dijon sinnep. Mikil snilld - það verður bara að segjast! Virkilega gott.

Æðislegt túnfisksalat

Hef þetta stutt í dag. Föstudagsletin alveg að ná yfirhöndinni og tilhlökkun til morgundagsins að aukast. Þið vitið það elsku bestu, laugardagar eru ísdagar! Jeee haaw!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grænu baunirnar, eru þetta frosnar baunir?

kv erna

Erns (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 19:37

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Já. Frosnar svo örbylgjuhitaðar og settar út í hvaða hrísgrjónagums sem er = getur sagst hafa keypt það á Nings!

Elín Helga Egilsdóttir, 25.9.2009 kl. 19:54

3 identicon

Snilld, takk fyrir þetta:)

Erna (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 20:31

4 identicon

Girnó indeed!

Hungradur (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 22:04

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Znjallt...

Steingrímur Helgason, 25.9.2009 kl. 22:48

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Það var nú afskaplega smátt Erna

Elín Helga Egilsdóttir, 26.9.2009 kl. 08:49

7 identicon

Þú ert svo miklill snilli og allt svo auðvelt...hjá þér !!

Jóna Lind (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband