Nýtt rúm

Það held ég nú. Nýtt rúm væntanlegt í hús í dag. Mikið verður gleðilegt að þurfa ekki að sofa á dýnu sem skilur eftir sig gormafar í andlitinu á manni. Hressandi!

Vaknaði í miklu letikasti en hrökklaðist af stað í ræktina - 30 mínútum, 5 km., og eldrauðu fési seinna mætti ég í Gúmmulaðihellinn og bjó til...

Banana ís með próteini, skyri, múslí og glas af jarðaberja C-vítamín vatni

...banana ís! Pimpaði upp á ísinn með 50 gr. skyri, 1 skeið GRS-5 og 1 dl. hafra- og hnetumúsli. Svo, af því að það er nú laugardagur, skreytti ég gumsið mitt með þeystirjóma og súkkulaði- og butterscotch bitum.

Banana ís með próteini, skyri, múslí með þeystirjóma og nammi ;)

Blandan verður eins og þykkur búðingur og próteinið gefur vanillubragð sem skilar sér í karamellufílíng! Ekkert nema gleði!

Banana ís með próteini, skyri, múslí með þeystirjóma og nammi ;)

Mmmmm... næstum eins og ís! En bara næstum.

Ég sé nýtt rúm, bragðaref og jafnvel smá Nóa Kropp í minni nánustu framtíð! Ójá!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha gaman hjá þér.

Gurra (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 11:47

2 identicon

Blast from the past: 

Banana soft serve með berjum, hörfræjum og möndlusmjöri 

 Hvada hnífaparategund er thetta?

Hungradur (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 12:27

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohh þetta er svo gott nart! Einn af mínum uppáhalds morgunverðum/eftirréttum!

Elín Helga Egilsdóttir, 12.9.2009 kl. 14:39

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Heyrðu já... hnífaparategund! Ég er bara ekki viss. Ég held ég eigi 107 þús. mismunandi tegundir af allskonar járnum sem koma héðan og þaðan. En það eru miklar líkur á því að þetta komi frá IKEA.

Elín Helga Egilsdóttir, 12.9.2009 kl. 14:41

5 identicon

Hohoho, er það Paulsen sem verður bragðarefur á nýju dýnunnni???

Dossa (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 16:35

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hohohoho

Elín Helga Egilsdóttir, 12.9.2009 kl. 16:48

7 identicon

Og ég sem hélt ad thetta vaeri ný saelgaetistegund á markadinum  dýnunnnnnnnnni...(hvílíkur hamagangur)

Hungradur (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband