12.9.2009 | 11:43
Nýtt rúm
Það held ég nú. Nýtt rúm væntanlegt í hús í dag. Mikið verður gleðilegt að þurfa ekki að sofa á dýnu sem skilur eftir sig gormafar í andlitinu á manni. Hressandi!
Vaknaði í miklu letikasti en hrökklaðist af stað í ræktina - 30 mínútum, 5 km., og eldrauðu fési seinna mætti ég í Gúmmulaðihellinn og bjó til...
...banana ís! Pimpaði upp á ísinn með 50 gr. skyri, 1 skeið GRS-5 og 1 dl. hafra- og hnetumúsli. Svo, af því að það er nú laugardagur, skreytti ég gumsið mitt með þeystirjóma og súkkulaði- og butterscotch bitum.
Blandan verður eins og þykkur búðingur og próteinið gefur vanillubragð sem skilar sér í karamellufílíng! Ekkert nema gleði!
Mmmmm... næstum eins og ís! En bara næstum.
Ég sé nýtt rúm, bragðaref og jafnvel smá Nóa Kropp í minni nánustu framtíð! Ójá!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Morgunmatur, Prótein, Skyr | Breytt 24.9.2010 kl. 10:16 | Facebook
Athugasemdir
Hahaha gaman hjá þér.
Gurra (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 11:47
Blast from the past:
Hvada hnífaparategund er thetta?
Hungradur (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 12:27
Ohh þetta er svo gott nart! Einn af mínum uppáhalds morgunverðum/eftirréttum!
Elín Helga Egilsdóttir, 12.9.2009 kl. 14:39
Heyrðu já... hnífaparategund! Ég er bara ekki viss. Ég held ég eigi 107 þús. mismunandi tegundir af allskonar járnum sem koma héðan og þaðan. En það eru miklar líkur á því að þetta komi frá IKEA.
Elín Helga Egilsdóttir, 12.9.2009 kl. 14:41
Hohoho, er það Paulsen sem verður bragðarefur á nýju dýnunnni???
Dossa (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 16:35
Hohohoho
Elín Helga Egilsdóttir, 12.9.2009 kl. 16:48
Og ég sem hélt ad thetta vaeri ný saelgaetistegund á markadinum dýnunnnnnnnnni...(hvílíkur hamagangur)
Hungradur (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.