10.9.2009 | 10:03
Ég fæ mér bara appelsínu í staðinn!
Eðalgrautur á eðaldegi. Slatti af graut, 1 skeið GRS-5, 1/2 stappaður banani og kanill bundust vinaböndum í glæstri skál og mynduðu þennan langþráða snilldargraut fyrir mig!
Ofan á grautinn setti ég svo vinnumúslí og vinnurúslur. Meðfylgjandi var pínkuponsulítið epli og vatn með C-vítamíni. Þegar grautargleðin var yfirstaðin hlakkaði í mér þar sem fyrsti bitinn af eplinu var að renna upp... en nei! Þegar ég beit, í annars vel útlítandi epli, gerðist ekki neitt. Þetta var ekki epli fyrir nokkurn pening, fyrsti bitinn varð að engu og grænu gleðinni var gefið nafnið Steini!
Örvæntið þó eigi - á rápi mínu um vinnuna fann ég þessa æðislegu skál af appelsínum og fékk mér, sem jafngildir, 1/2 appelsínu. Úff... ég var búin að steingleyma því hvað appelsínur eru æðislegar á bragðið. Sérstaklega nýkomnar út úr ísskáp!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hafragrautur, Morgunmatur, Prótein | Breytt 24.9.2010 kl. 10:14 | Facebook
Athugasemdir
Hvað er Grs-5?? Annars frábær síða hjá þér og takk fyrir mig;) Kíki reglulega á bloggið þitt og finnst þetta ein skemmtilegasta síðan hér á bæ;)
Dísa (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 11:26
ég ætlaði einmitt að spyrja um það sama...
Jóna Lind (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 11:42
Ahh.. gleymdi að setja link á þetta. GRS-5 er próteinblanda sem fer hægt út í blóðið. Einkar sniðugt í millimál og fyrir svefn.
Elín Helga Egilsdóttir, 10.9.2009 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.