Ég fæ mér bara appelsínu í staðinn!

Eðalgrautur á eðaldegi. Slatti af graut, 1 skeið GRS-5, 1/2 stappaður banani og kanill bundust vinaböndum í glæstri skál og mynduðu þennan langþráða snilldargraut fyrir mig!

Langþráður morgunverður eftir brennsluæfingu í morgun

Ofan á grautinn setti ég svo vinnumúslí og vinnurúslur. Meðfylgjandi var pínkuponsulítið epli og vatn með C-vítamíni. Þegar grautargleðin var yfirstaðin hlakkaði í mér þar sem fyrsti bitinn af eplinu var að renna upp... en nei! Þegar ég beit, í annars vel útlítandi epli, gerðist ekki neitt. Þetta var ekki epli fyrir nokkurn pening, fyrsti bitinn varð að engu og grænu gleðinni var gefið nafnið Steini!

Appelsínurnar björguðu deginum

Örvæntið þó eigi - á rápi mínu um vinnuna fann ég þessa æðislegu skál af appelsínum og fékk mér, sem jafngildir, 1/2 appelsínu. Úff... ég var búin að steingleyma því hvað appelsínur eru æðislegar á bragðið. Sérstaklega nýkomnar út úr ísskáp!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er Grs-5?? Annars frábær síða hjá þér og takk fyrir mig;) Kíki reglulega á bloggið þitt og finnst þetta ein skemmtilegasta síðan hér á bæ;)

Dísa (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 11:26

2 identicon

ég ætlaði einmitt að spyrja um það sama...

Jóna Lind (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 11:42

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ahh.. gleymdi að setja link á þetta. GRS-5 er próteinblanda sem fer hægt út í blóðið. Einkar sniðugt í millimál og fyrir svefn.  

Elín Helga Egilsdóttir, 10.9.2009 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband