9.9.2009 | 13:12
Serrano andinn yfirtekur líðinn
Get svo svarið það. Held að hver einasta vinnusála, sem situr í 10 metra radíus við mig, hafi tekið sig til og valhoppað á Serranos. Ég var að sjálfsögðu ekki minna kvendi og fylgdi í humátt á eftir, svo til nýbúin að hamsa í mig Mexico mat!
Tvöfaldur kjúlli í heilhveiti tortillu með pinto baunum, grænmeti, ost, mildri + miðlungs sósu, smá sýrðum, káli og slatta í poka af jalapenos að sjálfsögðu! Út á hvern bita bætti ég svo 1 - 2 dropum af tabasco. Þegar átið var yfirstaðið voru kinnarnar rauðar, hausinn heitur, andardráttur aðeins tíðari og nefið snýtt stanslaust í amk. 10 mín.
Smá hádegishiti í skrokkinn er bara jákvætt og gleðilegt mál!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Kjúklingur/Kalkúnn, Út að borða | Breytt 24.9.2010 kl. 10:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.