17.9.2009 | 20:56
Orkubitar - orkubombur
*B*O*B*A*
Keypti um daginn undanrennuduft. Vissi nákvæmlega ekkert hvað ég ætlaði að nota það í! Svo af hverju ekki að prófa það í hafrabita? Komu svona líka fínt út. Stútfullir af allskonar gúmmulaði og skemmtilegir að bíta í.
Orkubitar
1/2 bolli sólblómafræ
1/2 bolli hveitikím
1/2 bolli Undanrennuduft
1/4 bolli heil- eða spelt hveiti
1/2 bolli möndlur. Ég notaði reyndar möndlumjöl, átti ekki möndlur.
1/2 bolli þurrkaðar apríkósur
1/2 bolli þurrkaðar döðlur
1/2 bolli þurrkaðar fíkjur
1/4 bolli rúsínur
1/2 tsk kanill
1/2 tsk vanilludropar
1/3 bolli hunang
2 egg
Setja allt nema hunang og egg í matvinnsluvél og hræra saman þangað til blandan verður nokkuð fín. Bæta þá hunangi og eggjum samanvið og hræra þangað til blandan verður eins og þykkt/gróft mauk. Setja á smurðan bökunarpappír, ofan í eldfast mót, þrýsa örlítið á (blandan er mjög klístrug) og inn í 175 gráðu heitan ofn í 20 mínútur, eða þangað til fallega gyllt. Má vera lengur ef vill - passa bara að brenna ekki.
Kæla og skera í bita. Ég gerði bitana mína svo til smáa. Bútaði plötuna niður í 21 stykki. Bitarnir eru svo þéttir og góðir að einn er nóg til að seðja það sárasta! Frábær áferð. Geymast vel í ísskáp/frysti.
Karamellukenndir, djúsí og bragðgóðir bitar... bara gleði!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bakstur, Millimál, Snarl og pill | Breytt 24.9.2010 kl. 10:11 | Facebook
Athugasemdir
Bætir klárlega hægðir líka !
Steingrímur Helgason, 17.9.2009 kl. 22:56
Hahaha... þá veistu hvað þú átt að setja ofan í þig þegar þú lendir í svoleiðis vandræðum!
Elín Helga Egilsdóttir, 18.9.2009 kl. 09:05
Hmmm...hægðir, segirðu?------>(I´m poopin here!)
Lýsi yfir ánægju minni með þennan afleggjara minn og hennar matarsnilld.
Hún mun örugglega passa að þegar ég verð ellismellur að ég fái nóg af trefjaríku fæði...æði!!!
Momsen (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 09:39
Hahahaha! Oh já, þú verður trefjaðasti ellismellurinn á höfuðborgarsvæðinu! Borðandi orkustangir daginn út og inn
Elín Helga Egilsdóttir, 18.9.2009 kl. 12:27
Vá! takk fyrir þetta.
Ég get ekki beðið með að gúffa þessu í mig og ætla að skella mér strax í innkaupaleiðangur og svo beint í það að búa þetta til.
Frábærar myndir líka hjá þér.
Elisa (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 14:50
Það var nú mest lítið Elísa. Mín er ánægjan.
Vona bara að þér líki vel
Elín Helga Egilsdóttir, 18.9.2009 kl. 18:44
Sæl Elín Helga
Hvað get ég notað í staðin fyrir undanrennuduft í orkustangirnar?
Kveðja
Guðný
Guðný G (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 14:05
Sæl Guðný
Eitt veit ég, þegar verið er að baka með svona dufti, er að hlutföllin eru (minnir mig) 1 á móti 4. Það er, 1 bolli duft á móti 4 bollum vatni - nú eða, ef það er vökvi í uppskriftinni (eins og t.d. vatn) nota mjólk í staðinn fyrir vatnið.
Þar sem þessi uppskrift kallar ekki á neinn vökva, annan en raka frá eggjum og hunangi, þá get ég ekki sagt með vissu hvað best væri að nota í staðinn. Þú gætir alltaf notað mjólk og bætt henni út í, með blautu í endann, þangað til áferðin er að þínu skapi? Þá getur reyndar verið að áferð og/eða bragð breytist eitthvað smá því duftið klístrar þessu svolítið saman. Þú gætir jafnvel notað próteinduft, ef þú átt svoleiðis.
Svo, til að lifa hættulega, gæturðu prófað að sleppa barasta duftinu og sjá hvort eitthvað stórkostlegt eigi sér stað?
Nema það sé einhver hér sem geti gefið betri ráð?
Elín Helga Egilsdóttir, 21.9.2009 kl. 14:36
Sæl, er að hugsa um að gera þessa síðu að byrjunarsíðu hjá mér.
Var að enda við að prófa þessa uppskrift setti karmelluprótein frá UN í stað fyrir rennuduftið. Fyrir möndlunar setti ég sesamfræ.
þetta heppnaðis líka svona vel og kann ég þér þakkir hinar beztu fyrir.
Einar (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.