Risarækjur í hunangs-chilli kryddlegi

Rækjur eru svo góðar! Nú virðist rækjutímabilið, í mínu matarræði, vera gengið í garð! Búin að fara í gegnum kjúlla og lax á síðustu vikum. Gaman að þessu!

Hunangs-chilli kryddlögur

  • 1 tsk, rúmlega, hunang
  • 1 msk chilli krydd
  • 1/4 tsk gróft salt
  • 1/2 tsk cumin
  • 1/2 tsk koriander
  • 1/2 tsk þurrkað oregano

Hrærði hunangi saman við rest af kryddum í skál. Bætti þá út í kryddskálina um það bil 300 gr. af rækjum, stórum sem smáum, velti upp úr kryddblöndunni þangað til rækjurnar voru vel þaktar, og setti til hliðar. Næst steikti ég 1/2 lauk, niðurskorna papriku og 2 niðurskorin hvítlauksrif, upp úr 1,5 msk olíu. Rækjunum bætti ég loks út á pönnuna, þegar grænmetið var orðið meyrt, og snöggsteikti.

Hunangs- chilli rækjuréttur

Ég elska þessi krydd. Cumin, koriander, oregano - sérstaklega þegar allir leika saman! Virkilega góður réttur. Virkilega góður kvöldmatur. Smá hint af sætu frá hunanginu og chilli-ið sparkar skemmtilega á móti. Væri örugglega æðislegt að þræða þetta upp á spjót með mangó!

Rækjur í hunangs-chilli kryddlegi

Það er svo gaman að borða góðan góðan mat, sérstaklega þegar eldunartími er undir 30 mínútum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nammi namm...ég er einmitt líka að detta í einhvern rækjufílíng, held ég drífi í að prófa þennan eða hinn sem þú varst með í gær eða fyrradag

Svava frænks (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 22:07

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Mæli með'essu. Hinum, sem ég var með um daginn, væri hægt að rúlla upp í burrito. Held að það væri mikil snilld.

Elín Helga Egilsdóttir, 3.9.2009 kl. 09:11

3 identicon

uppskrift

Oddrún (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 10:34

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sæl Oddrún

Ef þú ert að spögúlera í hinum rækjuréttinum þá getur þú smellt á orðið "daginn", sem er undirstrikað, hér í kommentinu mínu að ofan.  

Elín Helga Egilsdóttir, 3.9.2009 kl. 11:09

5 identicon

Vá þessi verður mánudagsfiskurinn hjá okkur Jens í næstu viku!! Ætla sko ekki að fara varlega með chilibaukinn heldur!! YEAH! Læt þig svo vita ofkors.

Erna (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 13:44

6 identicon

Einn smörning hér samt. Hvar færðu góðar rækjur? Hvar kaupir þú þetta?

Erna (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 13:45

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Litlu rækjurnar keypti/pantaði ég hjá Hagfisk og stóru rækjurnar rakst ég á ,skelflettar og æðahreinsaðar, í fiskiprinsinum (hliðina á hraðlestinni)! Mmmhmm... og þessar voru æði! Smá sætur undirtónn - bara gott!

Elín Helga Egilsdóttir, 4.9.2009 kl. 15:31

8 identicon

Stóru raekjurnar eru nánast á staerd vid humar ef thetta er venjulegur djúpur diskur sem thaer eru í.  Falleg litasamsetning og eins og venjulega mouthwatering stuff! (glansandi nidurskorinn tómatur og laukur....slurp)

Hungradur (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 21:09

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þær eru einmitt svipaðar að stærð! Gleður mig óstjórnlega

Elín Helga Egilsdóttir, 8.9.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband