Æðislegt gróft speltbrauð

Enn og aftur er hún Erna, í vinnunni, að gera snilldarlega hluti í eldhúsinu. Í dag bakaði hún fyrir okkur gróft speltbrauð með hnetum, kókos, múslí, sólblómafræjum! Allskonar gúmmulaði og ómæ... þetta var gott brauð. Ég man ekki nákvæmlega hvar hún sagðist hafa nælt sér í þessa uppskrift, en sá sem hrærði saman í þessa snilld í fyrsta skipti á svo sannarlega hrós skilið. Ég bara varð að deila þessu með ykkur!

Gróft speltbrauð

Æðislegt gróft speltbrauð3 bollar spelt eða heilhveiti

1 eða 1 og 1/2 bolli múslí (heimagert best)

1 bolli sólblómafræ

1 tsk sjávarsalt

3 tsk lyftiduft

3/4 bolli heitt vatn

1/2 líter AB mjólk. Um það bil.

Út í þetta má svo bæta því sem hver vill. Kókos, hnetum, þurrkuðum ávöxtum....

Hræra saman og baka við 200°C í klukkustund. Ef þið viljið að brauðið fái harða skorpu, hringinn í kring, þá er gott að taka það úr forminu eftir ca. 30 mínútur, inn í ofn aftur á hvolfi, og klára bökunartímann. Þannig er brauðið best að mínu mati. Ég er mikil skorpukerling og brauðenda-æta! Átvaglið sönglaði af mikilli gleði þegar ég beit fyrsta bitann.

Söngbrauð - svakalega gott speltbrauð

Brauðið var sammála mér... mikil innlifun! Sjáið bara hvað það er glæsilega fínt!

Speltbrauð - stútfullt af gúmmulaði

Ákkúrat brauð eins og mér þykja best! Með hummus, súpum, eitt og sér... þétt, bragðgott, mettandi, sykurlaust og áferðin fullkomin! Hver biti inniheldur fræ eða hnetu og skorpan.. ohh.. mmhmm! Þetta verður bakað um helgina!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meira svindlið! Á meðan ég borða brennt falafel með dularfullri hvítri sósu og spagettíi er verið að dæla í þig þvílíku veislufæði. Á bara ekki til orð yfir þetta dekur! Þetta brauð er alveg rosalega girnilegt!!

 ;)

Erna (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Held að dekur sé rétta orðið! Þær eru mjög æðislegar, eldhúsofurhetjurnar í vinnunni, að hjálpa 'heilsufíklunum' að vera heilsufíklar! Gæti ekki verið flottara 

Elín Helga Egilsdóttir, 2.9.2009 kl. 13:27

3 identicon

Frábært og girnilegt brauð. Ætla að prófa þetta í kvöld með minni úftærslu

Gurra (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 16:33

4 identicon

Hahaha - mér fannst þetta vera ungi inni í brauðinu á myndinni með andlitinu

Mér finnst unginn í brauðinu bestur - ó sóle míó!!

Dossa (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 16:43

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Um að gera Guðríður. Þetta brauð er meiriháttar gott!

Unginn er flottur. Eins og hann sé að skammast þarna á brauðsneiðinni!

Elín Helga Egilsdóttir, 2.9.2009 kl. 16:52

6 identicon

Ég prófaði að baka þetta brauð og það er alveg hreint dásamlegt! Með þessu borðaði familían ost og heimalagað pestó og karlmennirnir, sem eru hreint ekki fræ- og hnetuætur eins og húsmóðirin, hreinlega möluðu af ánægju. Kærar þakkir fyrir að deila uppskriftinni með lesendum :)

Inga (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 14:02

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohh en gaman að heyra þetta Inga og mín er svo sannarlega ánægjan!  Svona gullmolum má enginn missa af.

Elín Helga Egilsdóttir, 4.9.2009 kl. 15:25

8 identicon

Kæra Elín mikið finst mér gaman að fylgjast með síðunni þinni það er svo mikið að góðum uppskriftum og svo segir´þú svo skemmtilega frá  mig langar svo til að baka brauðið sem þú vitnar í enn mig vantar að vita á hvaða hita á að baka brauðið. kærar þakkir fyrir að gera lífið snona skemmtilegt  allavega fyrir mig og ég efast ekki um að fleyrum finnist það. kveðja Hrafnhildur

Hrafnhildur Þórisdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 14:19

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sæl elsku Hrafnhildur mín og þakka þér kærlega fyrir þessi fallegu orð. Ég er alveg orðin meyr í hjartanu eftir að hafa lesið þetta

En brauðið skal bakast við 200°C í um það bil klukkustund. Vona svo sannarlega að þér líki vel, brauðið er æðislega bragðgott og skemmtilegt.

Elín Helga Egilsdóttir, 7.9.2009 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband