Kryddaður rækjuréttur

Langaði svo í rækjur í kvöld - vissi hinsvegar ekki alveg hvað ég vildi gera við þær. Tók því Elluna á þetta og hrærði því sem ég fann, í eldhúsinu, saman! Ekkert smá vel heppnað og bragðið frábært. Ég geri þennan rétt pottþétt aftur! Nú er það bara að fjárfesta í frosnum rækjum og nýta þær í eitthvað gleðilegt eins og... jah... þetta!

Kryddaður rækjuréttur - fyrir 2

Kryddaður rækjuréttur300 gr. afþýddar rækjur

1 bolli soðin hrísgrón. Hefði notað brún- eða hýðis en átti ekki á lager.

1 bolli grænar baunir

2 msk olía

3 raspaðir hvítlauksgeirar

Niðurskorinn rauðlaukur. 2 - 3 sneiðar, eða eftir smekk.

1 tsk paprikuduft

1,5 tsk cumin

1/2 tsk, rúmlega, niðurrifinn engifer

1/2 tsk tæplega chilliduft

dash, mjög smá handfylli þurrkuð steinselja og cilantro

salt og pipar eftir smekk

Hita olíuna á pönnu og svissa hvít- og rauðlaukinn upp úr olíunni í 2 - 3 mínútur. Eftir það, sameina öll krydd á pönnunni og steikja þangað til góð lykt kemur í eldhúsið. Og já, lyktin er sko góð! Eftir það, þerra rækjurnar (ef þær voru t.d. frystar), hella út á pönnuna og þekja með kryddblöndunni. Hella þá grænu baununum út á pönnuna og leyfa dúóinu að velkjast um í 1 - 2 mínútur. Hella þá grjónunum út á pönnuna, hræra gumsinu vel saman og beinustu leið á disk.

Æðislegur rækjuréttur

Gott gott á bragðið þó ég segi sjálf frá. Virkilega góður og hollur réttur. Prótein, flókin kolvetni, holl fita og yndislega fínu grænu baunirnar. Palli varð himinlifandi með þetta alltsaman, þar sem hann er ekki mikill rækjumaður sjálfur, og þótti svakalega vel til takast! Kryddaður rétturinn með sætum baununum er æði og rækjurnar, rétt hitaðar í gegn, er gaman að bíta í á móti grjónunum. Passa bara að steikja rækjurnar ekki of mikið - gúmmírækjur eru góðar en ekki frábærar! Næst myndi ég jafnvel bæta smá blómkáli í réttinn og valhnetum. Það væri líka æðislegt að setja þetta inn í burrito!

Mhhmm hvað þetta var gott. Vel heppnað, verður reglulegur gestur í framtíðinni, svo mikið er víst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jöbb, þessi réttur en án efa besti rækjuréttur sem ég hef smakkað. Yfirleitt er svona rækjudót bara notað sem meðlætiskyns eða forréttur en þessi réttur stóð alveg fyrir sínu einn og sér.

Kúdos fröken Elín, kúdos

Palli (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 19:03

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

I am ze prawn master! I rule them all!

Elín Helga Egilsdóttir, 31.8.2009 kl. 19:07

3 identicon

Nákvæmlega... Má jafnvel segja að þú hafir prwnað þennan rétt (Ah ok aulahúmor mánaðarins kláraðist í þessum brandara)

Palli (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 21:02

4 identicon

Hey þið tvo, reynið að tala saman heima hjá ykkur en ekki í kommentunum hérna.......bwahahahaha :)

Dossa (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 21:12

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Við erum tölvunördar... við kunnum ekkert annað! Mjög rómó ...

Elín Helga Egilsdóttir, 31.8.2009 kl. 21:29

6 identicon

Datt hér inn fyrir tilviljun...þvílík dásemdarsíða, fróðleikur, frábærar uppskriftir og húmor.  Mun pottþétt líta við reglulega

Jóna Lind (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 09:10

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Æðislegt, en gaman að heyra þetta Jóna Lind. Vona bara að þú njótir vel

Elín Helga Egilsdóttir, 1.9.2009 kl. 10:10

8 identicon

Mmmmm næsi næs! Elska rækjur og þessi réttur hljómar vel. Besti rækjuréttur sem ég hef smakkað var í rótsterkri piri piri sósu und was awesome! Einhver mósambísk alsæluuppskrift. Væri næstum því til í að skipta þeim rétti út fyrir jólamatinn. Næstum! ;)

Erna (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 12:26

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Það er ofurréttur sem þarf þá að smakka! Geturðu ekki leikið hann eftir og boðið mér í mat á næstunni? 

Elín Helga Egilsdóttir, 1.9.2009 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband