29.8.2009 | 22:08
Orange Lab
Orange Lab takk fyrir góðan daginn. Mættum hálftíma fyrr en planið gerði ráð fyrir. Sökum:
1. Hungurs.
2. Tilhlökkunarspennings.
3. Meira hungurs.
Fyrsta sem ég tók eftir þegar inn var komið voru gullfiskaskreytingar upp á vegg. Jújú, þetta er voðalega fensí smensí, en ég vorkenni svo aumingjast gullfiskunum! Greyin!
Áður en forréttir voru bornir á borð fengum við dularfullan bréfboka afhentan ásamt smjeri! Svosum hægt að ímynda sér hvað í þessum poka leynist...
...og jú. Brauðpoki, fullur af yndislega fínum og heitum brauðbollum.
Stuttu eftir að brauðpokinn var mættur á svæðið kom þessi líka fína karfa! Þurrís og heiallíúbba!
Í krukkunum var hálfgerður plokkfiskur með stappaðri kartöflu og blómkálsmauki. Oofboðslega gott! Hefði getað japlað á þessu allan tíman.
Í forrétt pantaði ég mér Fruit Basked. Sem var lax, einhvurslags frauð, mango, appelsína, wasabi hrogn, grænmetis-dressing og kartöflumús. Við vorum bæði sammála um að þessi réttur hafi verið svona.. blah! Alls ekki vondur, en ekkert sem skilur eftir sig.
Humarinn.... ohhhh. Humarinn var æði. Humarmúslí kallast þetta. Múslíið eru í raun ristaðar þunnar sneiðar af brauði. Diskurinn er borinn á borð, svo er nýmjólk hellt út á diskinn, úr fernunni, sem umbreytir réttinum í hálfgerða súpu. Ég get því miður ekki talið upp það sem í þessari snilld er því þjónninn okkar var ekki alveg viss En gott var þetta!
Þetta var svo þjónninn okkar þetta kvöldið! Glæsilega fínn!
Aðalrétturinn minn var The Orange Submarine. Æææðislegur réttur. Inn í rúllunni, lengst til vinstri, var lax og humar. Með þessu var kartöflumús og...
...TADAAAA - GRÖNA BÖNAR! Woohooo hvað það gladdi mitt grænubaunagráðuga hjarta óstjórnlega. Grænar baunir og grænubaunamauk! Ææðislegur réttur. Ég myndi fá mér þennan aftur. Saltur fiskurinn á móti sætum baunum og kartöflumús. Virkilega flott!!
Pallinn fékk sér nautakjötið. Skemmtilega við þennan rétt var að hann innihélt nokkra mismunandi bita af kjöti. Þetta var ekki bara lund og kartafla - eins og við bjuggumst við. Þarna voru bitar af nautatungu, file, lund, kartöflu og sveppabiti ásamt blómkálsmús. Virkilega bragðgott!
Eftirréttirnir fengu líf þar sem við vorum meira í stuði fyrir... ójá! Ekkert sem slær þessari snilld við!
Orange Lab kom skemmtilega á óvart. Fullkominn staður til að fara á með t.d. hópum, afmælum, eftir einn kaldan! Ligeglad og létt andrúmsloft. Réttirnir eru bornir skemmtilega fram (þó svo ég, persónulega, gefi því ekki stig - Palli var mjög hrifinn af því). Maturinn er afskaplega bragðgóður (aha, það sem skiptir mig mestu að sjálfsögðu) og þjónustan nokkuð fín. Elskulegur þjónninn okkar hefði kannski mátt segja okkur aðeins betur hvað við vorum að borða, úr því hann var að því á annað borð! En gleðilegt var þetta, svo mikið er víst!
Brunuðum annars beinustu leið í Gúmmulaðihellinn eftir átið og eftir að kaup höfðu verið fest á helgarísnum. Í hellinum beið okkar Nóa kropp ásamt hnetu og ávaxtamixi...
...gúmfeybuxur, gúmfeysokkar og tölvuleikur!
Ahhh.. letilíf. Gott kvöld, gott ét, gott að vera komin heim! Ætla að halda áfram á þessari 'góðu' braut og njóta nammidagsins í bullandi botn!
Skál í bjóðinu!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Svindl, Út að borða | Breytt 24.9.2010 kl. 09:59 | Facebook
Athugasemdir
Orð fá því ekki lýst hversu geðsýkislegur Paulsen er á myndinni hér að ofan, hann er ekki wicked held bara inseinímó!!
Var það NóaKroppið sem kallaði fram villidýrið innra með honum??
Happy B-day again Mr Paulsen and Mrs. Paulsen, congrats on your man!
dossa (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 00:12
Hahah.. mysterious Paulsen! Ekki var það kroppið, ég át það því miður allt! Gæti hafa verið blómkálsmaukið á Orange Lab - á eftir að kanna það betur!
Elín Helga Egilsdóttir, 30.8.2009 kl. 01:04
Heeere comes Poulsen!!
En já til hamingju með afmælið Palli minn og til hamingju með hann Elín. Ég sé að lífið hefur ekki beint verið að fara illa með hann um helgina og held að það megi útnefna þig "draumakærustuna". Til hamingju.
Mig langar í bragðaref!! Læt mér samt nægja engiferte. Pity.
Erna (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 09:59
Ef aðeins ég gæti lifað á bragðaref og Nóa kroppi .. mmmhmmm
Elín Helga Egilsdóttir, 31.8.2009 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.