18.8.2009 | 09:27
Of gott til að sleppa
Hrærði saman í morgunmatinn minn í dag.. í gær!
Gúmslaði saman 200 gr. hreinu Kea skyri, 1 niðurskornu epli og rúmlega 1 dl. Sólskynsmúslí. Þessu leyfði ég að sitja inn í ísskáp yfir nóttina og í dag var blandan orðin að miklum graut. Sem ég fíla alveg í botn. Þegar ég mætti svo í vinnuna í morgun blasti þetta heimagerða ofurmúslí við mér...
...þið sjáið það bara sjálf. Þetta múslí er of girnilegt til að sleppa. Heilar hnetur, bitar af döðlum, sólblóma- og graskersfræ, furuhnetur og kókos. Mmmm! Ég fékk mér að sjálfsögðu múslí út á skyrið mitt.
Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, ónei. Þetta er bland sem ég gæti vel hugsað mér að narta í yfir góðri bíómynd! Erna (yndislega fína eldhússkvísan í vinnunni) þú ert snillingur!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hafragrautur, Skyr, Hnetur | Breytt 23.9.2010 kl. 22:16 | Facebook
Athugasemdir
Dödlurnar tóku thessa uppskrift á toppinn! mmmmmm dödlur
Hungradur (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 10:54
Girnilegt! Það er líka mjög gott að gera svona hnetu - fræ - þurkaðir - ávextir - kókos - músli og setja það út á 1 epli og einn banana. Það er ofurmorgunverðurinn minn!
Sigga Hrönn (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 13:12
Mmmm hljómar æðislega vel! Seturðu þá ekki skyr eða neitt slíkt, bara ávextina og múslíið? Ef svo er, þá verð ég að prófa svoleiðis! Ábyggilega geggjað!
Elín Helga Egilsdóttir, 18.8.2009 kl. 13:54
Bara ávextina - svo möndlumjólk með (fyrirgefðu gleymdi því) eða bara mjólk eins og útá venjulegt músli. Þetta er sko hráfæðis morgunverðar múslí ;) Ég er frekar lítið í mjólkuvörunum.......
Sigga Hrönn (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 13:52
Ah ég skil. Þetta er mjög æðislegt bland. Mjúkur sætur banani, sætt/súrt brakandi epli og svo crunchy múslí! Fæ vant í munninn hérna! Ég verð að fara að prófa möndlumjólk. Örugglega æðislegt að útbúa hafragraut með henni
Elín Helga Egilsdóttir, 19.8.2009 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.