'Hollari' súkkulaðikaka

Heilhveiti, hunang, kakóduft. Það er alveg hægt að fá sér nokkrar sneiðar af þessari án þess að fá sorry-álfinn í heimsókn. Hún kom líka á óvart. Hún kom svo sannarlega á óvart þessi!

Heilusamlegri súkkulaðikaka

Hollari súkkulaðikaka - bragðast mjög óholltHita ofn í 175 gráður.

1 bolli létt AB-mjólk eða ósætað eplamauk. Ég notaði AB.

3 msk hunang eða agave.

1 tsk vanilludropar

3/4 bolli heilhveiti

4 msk kakóduft

2 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

1/4 bolli muldar möndlur eða t.d. valhnetur

1 msk mulið súkkulaði (mætti setja upp í 1/4 bolla ef vill. Ég notaði dökkt, 75%.)

Aðferð:

Hræra saman Ab-mjólk, hunangi og vanilludropum í stórri skál. Blanda saman við AB-mjólkurblönduna hveiti, kakódufti, lyftidufti, matarsóda, salti, hentum og súkkulaði. Passa að ofhræra ekki. Hella í bökunarform, ég notaði 20 * 20 cm álbakka, og baka í 20 - 30 mínútur, eða þangað til prjóni, sem stungið er í kökuna miðja, kemur út svo til hreinn.

Hollari súkkulaðikaka - bragðast mjög óhollt

Niðurstaða:

VÁ! Ég var sko ekki að búast við þessari útkomu! Ég á eiginlega ekki orð.. vá! Mjúúúk, létt í sér en samt djúúsí eins og brownie! Mjög sterkt kakóbragð af henni ef ykkur þykir svoleiðis gott. Palli kjammsaði og spurði hversu mikið af súkkulaði ég hefði bætt út í þetta.. jah, 1 msk! Þið verðið að prófa, þessi kaka er æðisleg! Bragðast mjög óhollt en er full með flóknum kolvetnum og trefjum, andoxunarefnum (hoho.. 75% súkkulaðið) smá próteini og hollu fitunni sem allir þurfa í skrokkinn!

Hvað myndi ég gera öðruvísi næst?

Ég held ekki neitt. Kannski nota valhnetur í staðinn fyrir möndlur. Það væri æði! Ég er samt enn að furða mig á þessum æðislegheitum. Ofboðslega er þetta gott!

Verður eitthvað næsta skipti?

Hahh... hefði vel getað sleppt þessari spurningu. Uppáhaldslistinn minn hefur eignast nýjan vin!

Hollari súkkulaðikaka - bragðast mjög óhollt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gróa Hreinsdóttir

Rosalega er síðan þín áhugaverð og þú dugleg að skrifa. Uppskriftirnar alveg frábærar - ég fæ vatn í munninn að lesa þær og ákveðin í að prófa eina og eina :)

Takk kærlega.

http://03.dingalingaling.com

Gróa Hreinsdóttir, 17.8.2009 kl. 10:25

2 identicon

Sammála Gróu.

Hungradur (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 11:07

3 identicon

Sæl Elín og takk fyrir frábæra síðu! er búin að prófa nokkrar uppskriftir og hafrapönnsurnar eru í sérstöku uppáhaldi ;) Hlakka til að prófa þessa líka, lítur mjöög vel út!

Guggú (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 14:23

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Æhj hvað þið eruð nú fín öllsömul. Takk mikið fyrir mig!

Hafrapönnsurnar eru helgargestir á mínum bæ - ég eeelska hafrapönnsurnar

Elín Helga Egilsdóttir, 17.8.2009 kl. 15:59

5 identicon

Ummmm... þessa verð ég að prófa við tækifæri hljómar vel ;)

Gurra (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 00:06

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hún er ægilega fín. Vakti mikla lukku í vinnunni um daginn

Elín Helga Egilsdóttir, 18.8.2009 kl. 13:55

7 identicon

Ég er svo þakklát að hafa rekist á síðuna þína, ..... þessi súkkulaðikaka er æðisleg!

Svo mjúk og bragðgóð, allar uppskriftir sem ég hef prófað eru svo þurrar og skrítnar á bragðið.

Takk takk.

Kristín Hálfdánardóttir (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 16:45

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Takk fyrir mig Kristín - ofboðslega skemmtilegt að heyra að þér hafi líkað vel. Bara frábært

Elín Helga Egilsdóttir, 25.8.2009 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband