Grísaflensa

Erna vinkona á tvo litla naggrísi og bað mig um að passa þá yfir helgina. Hún skrapp út úr bænum. Báðir tveir, greyin, eru með lungnabólgu og það þarf mikið að hugsa um þá og gefa þeim til að koma aftur á legg. Þetta er brot af leiðbeiningunum sem hún skildi eftir handa mér.

Naggrísaleiðbeiningar

Það þarf að gefa þeim sýklalyf, sveppalyf, recovery mat, c-vítamín og magnyl svo eitthvað sé nefnt. Sumt af lyfjunum er grísunum gefið með sprautu, eins og sýkló og sveppó!

Sýklalyfsgrís

Grísunum til mismikillar skemmtunar. Greyið!

Ókátur Fúsi að berjast við sveppalyf

Annar grísinn er líka veikur í kjálkunum og getur því ekki tuggið sjálfur. Hann þarf að handmata gegnum sprautu. Tilfæringarnar eru miklar...

Fúsi kjálkaveiki

...stundum aðeins of miklar!

Recovery Gú út um allt

Fúsi og Gnúsi.

Gnúsi er mikill heygrís og borar sig ofan í heyið sitt þegar færi gefst. Rétt glittir í bakið á honum í græna búrinu.

Fúsi og Gnúsi í góðum fíling

Annars fékk ég mér banana-ís í morgunmat. Gerði svolítið sniðugt. Í staðinn fyrir að planda próteininu við, í matvinnsluvélinni, bleytti ég upp í því og bætti svo banana-ísnum við það, eftir að hann fékk að maukast. Þá veður blandan ekki svona svakalega fluffy! Með þessu hafði ég svo rúsínu-kanil möndlusmjör í skeiðinni og múslí mér til gmans og gleði. Þetta var gott. Svaka gott!

Banana ís með próteini, hnetusmjöri og múslí

Næst á dagskrá: Ræktin, stúss, meiri grísagjöf og brúðkaup. Muna bara að mæta ekki í brúðkaupsfötunum í grísagang í eftirmiðdaginn! Útkoman gæti orðið skrautleg!

PS: Engir grísir eða sófar hlutu skaða á meðan grísagjöf stóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá!...gott ad eiga thig ad.  Ég thakka thér fyrir hönd vinkonu thinnar...great job!

Hungradur (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 14:51

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Takk fyrir það. Þetta var nú bara skemmtilegt. Alltaf svo æðislegt að sjá og finna þegar dýr taka mann í sátt og fara að treysta manni. Þeir voru farnir að rabba mikið við mig á laugardaginn - sérstaklega kátir að fá matinn sinn, þó svo hann hafi verið í gums- og sprautuformi

Elín Helga Egilsdóttir, 9.8.2009 kl. 16:00

3 identicon

Hahaha ég var ekki búin að sjá þetta!  Er þér ævinlega þakklát fyrir þetta ógeðslega vesen. Grísir eru bara mestu vesensdýr í heimi!

En þú ert hinsvegar besta vinkona í heimi!

Erna (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband