Morgunmatur meistarans

Skyr, epli, banani, kanill, hörfræ

Það er ekkert jafn gott og að fá að borða nákvæmlega það sem hugurinn girnist þá sekúnduna. Ekki satt?

Af einhverjum dularfullum ástæðum þá hef ég ekki bitið í ávöxt í næstum 2 daga?!? Fékk ávaxta-craving aldarinnar í gær og gúllaði í mig 2 tonnum af vatnsmelónu, svona um það bil. Ég lét ekki þar við sitja og hrærði saman í morgunmatinn minn í dag. Hann var fullkominn!

200 gr. hrært Kea skyr, 1/2 niðurskorið - crunchy, íískalkt grænt og súrt epli, 1 tsk mulin hörfræ, kanill og 1/2 niðurskorinn, mjög vel þroskaður og sætur, banani.

Súrt skyr, súrt/sætt stökkt epli, mjúkur, karamellukenndur dísætur banani og kanill. Herre gud.. þetta var fullkomin blanda!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband