6.8.2009 | 09:50
Morgunmatur meistarans
Það er ekkert jafn gott og að fá að borða nákvæmlega það sem hugurinn girnist þá sekúnduna. Ekki satt?
Af einhverjum dularfullum ástæðum þá hef ég ekki bitið í ávöxt í næstum 2 daga?!? Fékk ávaxta-craving aldarinnar í gær og gúllaði í mig 2 tonnum af vatnsmelónu, svona um það bil. Ég lét ekki þar við sitja og hrærði saman í morgunmatinn minn í dag. Hann var fullkominn!
200 gr. hrært Kea skyr, 1/2 niðurskorið - crunchy, íískalkt grænt og súrt epli, 1 tsk mulin hörfræ, kanill og 1/2 niðurskorinn, mjög vel þroskaður og sætur, banani.
Súrt skyr, súrt/sætt stökkt epli, mjúkur, karamellukenndur dísætur banani og kanill. Herre gud.. þetta var fullkomin blanda!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Morgunmatur, Skyr | Breytt 23.9.2010 kl. 22:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.