Verslunarmannahelgarveisla

Höfum þetta stutt, maginn er of fullur til að heilinn starfi rétt. Öll heilastarfsemi fer í að melta og ég er næstum því hætt að sjá! Familían saman komin í Gúmmulaðihöllinni í kvöldmat. Myndirnar eru því miður ekki meistaralega bjútifúl sökum græðgi!

Fyrir

Humar, hörpudiskur, smokkfiskur, hambó, lamb, túnfisksteikur og HP BBQ.

Verslunarmannahelgarmatur - óeldaður

Hörpuskel vafin inn í hráskinku með döðlubita, laukchutney með hambó og meira lamb sem slapp við grillið í þetta skiptið.

Verslunarmannahelgarmatur - óeldaður

Eftir

Forréttur

Hráskinku harpan og túnfiskurinn með ofur wasabi-sósunni a la Mamma.

Risaharpa vafin inn í hráskinku með döðlu ásamt túnfisksteik með wasabisósu

Hvítlauksristaður humar og hörpudiskur í rjómasósu og smokkfiskur með kryddsmjöri og papriku.

Forréttar veisluborðið. Humar, hörpuskel og smokkfiskur í forgrunni

Aðalréttur

Grillaðir risahambó.

Hambó

Sætar ofnbakarað kartöflur með osti.

Sætar ofnbakaðar kartöflur með osti

Það sem vantar í aðalréttamyndum eru venjulegar ofnbakaðar kartöflur, lambið, salatdiskurinn, milljón og ein sósa og laukchutneyið sem er án efa mesta nom sem ég set á hambó, fyrr og síðar!

Löngu eftir

Dáinn hambó! Ekki minn hambó... en dáinn engu að síður!

Hambó, alveg að hverfa af yfirborði... disksins!

Eftirréttur samanstóð af ís, bláberjum, ostaköku, rjóma og almennri hamingju! Ég fékk mér meira af eftirrétt en góðu hófi gegnir. Ég held ég sé hóflaus... í öllum merkingum þessa orðs!

Gúmmulaðihöllin klikkar aldrei. Þetta var æðislegur matur og æðislegt kvöld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Slef.....nammi nammi namm!  og svo HAMBÓ!  kann vel vid ordid hambó!!

Hungradur (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 07:34

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ó já, þetta var eðalveisla. Hambó eru góðir bó.. svo mikið er víst

Elín Helga Egilsdóttir, 2.8.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband