30.7.2009 | 10:57
Súkkulaðibitakökur
Jújú. Helgarnammistuð í gangi - 75% súkkulaðibitar notaðir í kökurnar í staðinn fyrir döðlur eða þurrkaða ávexti. Ómæ... en gott, ómæ!
Súkkulaðibitakökur - 8 stórar kökur
Stilla ofn á 200 gráður.
1/2 boli heilhveiti
1/2 bolli hafrar, ég notaði grófa.
1/4 tsk matarsódi
dass salt
1/4 bolli súkkulaðibitar
1/4 bolli hnetur eða þurrkaðir ávextir eða meira súkkulaði
Blautefni:
2,5 kúfaðar msk hnetusmjör. Ég notaði 1 msk aðkeypt og 1,5 heimagert möndlusmjör.
1 msk olía
1/2 dl hunang
2,5 msk Undanrenna
1 tsk vanilludropar
Hræra þurrt saman í stórri skál og setja til hliðar. Blanda blautu saman í annarri skál og hella yfir þurrefni og blanda vel. Móta kúlur úr deiginu og þrýsta vel á þær, því kökurnar koma ekki til með að leka mikið út sjálfar í ofninum. Ég hafði mínar t.d. aðeins of þykkar því deigið er nokkuð klístrað. Ætla að nota blauta skeið næst þegar ég geir þetta og hafa þær næfurþunnar.
Inn í ofn í um það bil 7 mínútur, eða þangað til fallega gylltar.
Nohhhm!
Best að borða þær heitar með mjólkurglasi! Mhmmm... æðislegt að mylja þær yfir graut á morgnana, út í skyr/jógúrt, með banana-ís...
...nú eða bara narta þegar nartarinn lætur í sér heyra!
Niðurstaða:
Æðislegar. Mjög bragðgóðar. Stökkar að utan, mjúkar að innan - meiriháttar áferð. Kannski svolítið þurrar en ekkert til að æpa yfir. Til að gera þær allar stekkri er spurning hvort notaður sé 1 dl sykur í staðinn fyrir 1/2 dl hunang?
Hvað myndi ég gera öðruvísi næst?
Gera kökurnar þynnri og stærri og baka aðeins skemur. Nota valhnetur eða pecanhnetur í staðinn fyrir möndlur og jafnvel nota létt AB-mjólk í staðinn fyrir mjólk og/eða meira af olíu til að reyna að gera þær meira "djúsí"? Allar ábendingar, úrbætur, viðbætur vel þegnar að sjálfsögðu
Verður eitthvað næsta skipti?
Ójá...
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bakstur, Eftirréttur | Breytt 23.9.2010 kl. 22:04 | Facebook
Athugasemdir
úú ég ætla að prófa þessar, en þar sem ég er kókos fíkill mun ég bæta kókos samanvið herlegheitin!!
Helena (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 14:00
Mhmm.. hljómar mjöög vel! Þær bjóða líka upp á allskonar tilfæringar!!
Elín Helga Egilsdóttir, 30.7.2009 kl. 15:04
Hæ,hæ,
Ég er búin að lesa síðuna þína í smá tíma síðan hún kom fyrir tilviljun upp á google hjá mér um daginn þegar ég var að leita að einhverri uppskrift. Frábær síða sem ég kíki nánast daglega á, fæ hugmyndir og verð svöng :)
Ég bakaði ekki ósvipaðar kökur í vikunni. Þær voru úr grófum höfrum, oggulitlu heilhveiti, hnetum, súkkulaðibitum, 2 eggjum, agave sýrópi og eplamús. Eplamúsin gefur bæði sætu og fitu-bindi-eitthvað sniðugt. Þær allavega urðu rosa góðar, mæli með eplamús ;)
Katla (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 16:38
Hæ katla og takk så mukket fyrir mig
Já, eplamúsin kemur nefnilega sterkt inn! Nota hana stundum í staðinn fyrir AB-mjólk. Ætla að prófa það næst í þessar! Alveg pottþétt!
Takk fyrir gott ráð!!!
Elín Helga Egilsdóttir, 30.7.2009 kl. 16:47
Sleeef........thetta er ROSALEGT!!!
Hungradur (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.