Grillum á okkur gat

Mamma og pabbi ákváðu, í snatri, að keyra hringinn í kringum eyjuna okkar og skildu ungviðið, með nýfengið bílpróf, eitt eftir í uppeldisstöðvunum! Systir mín kær var því í mat hjá okkur í kvöld og í tilefni þess voru kjúklingalundir á matseðlinum. Tókum þetta skrefinu lengra og bjuggum okkur til grillpinna og náðum næstum því að grilla alla máltíðina! Byggsalatið slapp við grillið - ég var samt alveg á því að pakka því inn í álpappír og skella í grillun!

Kjúklinga grillspjót

Allt grænmeti sem þú hefur lyst á. Rauðlaukur... ohh, grillaður rauðlaukur. NOM!! Paprika, sveppir og tómatar urðu fyrir valinu. Tómatarnir brunnu af aumingjans prikunum og hurfu ofan í grillið mér til mikillar óhamingju, nota því svoleiðis ekki aftur. Kjúklingurinn penslaður með blöndu af BBQ sósu, honey dijon sinnepi, hot sauce og salsasósu.

Kjúklinga grillspjót

Byggsalat með sólþurrkuðum- og ferskum tómötum, ólívum, fetaosti möndlum

Ætlaði að sejta út á byggið pestó en haldið þið að gúmmulaðihellirinn hafi ekki verið pestólaus! Ótrúlegt! Saxaði því niður nokkra sólþurrkaða tómata, ólívur, ferska tómata og steinselju. Notaði smá af olíunni af sólþurrkuðu- og ólívunum. Setti líka út í salatið fetaost og niðursneiddar möndlur! Svakalega gott. Byggið er að sjálfsögðu eitt af mínum uppáhalds kornum. Æðislegt að borða það! Áferðin er fullkomin! Næst þegar ég geri svona meðlæti hef ég niðurskorinn rauðlauk með - matargestur kvöldsins er ekki rauðlauksæta!

Byggsalat með sólþurrkuðum tómötum, ólívum, fetaosti, steinselju og möndlum

Grillaðar sætar kartöflur með paprikukryddi og oregano

Ekki mikill galdur hér á ferð. Skera niður kartöflurnar, ég notaði eina stóra. Setja smá olíu og salt, paprikukrydd eftir smekk ásamt oregano. Pakka inn í álpappír, setja á grillið og grilla þangað til mjúkar. Fylgjast vel með bögglinum svo kartöflubitarnir, sem liggja á botninum, brenni nú ekki.

Grillaðar sætar kartöflur með paprikukryddi og oregano

Grillaður laukur - sælgæti

Í lokin, komman yfir JÍHA-ið. Grillaðir laukar af öllum stærðum og gerðum. Rauðlaukur, venjulegur laukur og hvítlaukur. Pakkað inn í álpappír og grillað í mauk. Þeir verða svo sætir og djúsí.. mmmhmm!

Grillaðir laukar úr öllum áttum - sælgæti

Æðisleg máltíð í alla staði. Grill-eitthvað er alltaf gott, alltaf sumarlegt, alltaf gleðilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nomms :)

Dossa (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 12:06

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ójá... tvöfalt Nohm!

Elín Helga Egilsdóttir, 24.7.2009 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband