Góður matardagur

Stundum á maður 'góða' matardaga og stundum á maður 'slæma'. Það sem telst vera góður matardagur í minni bók er dagur þar sem allur maturinn 'gengur upp'. Þig langaði ótrúlega mikið í graut um morguninn, svo þú fékkst þér graut. Hefðir ekki getað beðið um neitt betra en fisk og kartöflur í hádeginu og viti menn, það er einmitt það sem boðið var upp á. Jæja, þið vitið hvert ég er að fara með þetta. Dagurinn í dag hefur verið skráður og skjalfestur sem góður matardagur!

Byrjaði daginn á graut með kanil, kanilpróteini (ójá, kanilprótein), muldum hörfræjum og hnetumixi. Kanil, prótein, graut og hörfræ hrærði ég saman og toppaði svo með hnetunum. Möndlur, pistasíur, valhnetur og kasjú. Hnetur eru eins og nammi í mínum heimi, ég eelska hnetur!

Hnetu- og kanilsprengja

Morgunmats eftirmatur, uppáhalds uppáhald þessa stundina! Eðalfín ponsupera!

Perugleði

Hádegismaturinn - perfecto! Fiskur, grænmeti, gleði! Þessum disk fylgdi svo hálf appelsína, 2 þurrkaðar döðlur, 1 þurrkuð ferskja og pínkulítið af kotasælu.

Vinnufiskur og grænmeti

Eftirmiðdagssnarl! Íííískalt, brakandi grænt epli...

Ískalt og djúsí epli

 ...og kanilprótein með múslí! Já, ég er ógeð og bætti meiri kanil út í próteinið!

Kanilprótein og smá múslí

Kvöldmatur. Toppurinn yfir I-ið! Hreint, hrært Kea skyr, vanilluprótein og BLÁBER! Smá múslí og möndlur yfir. Búin að hugsa um þetta í allan dag! Allan dag!

Skyr, prótein, bláber, múslí og möndlur

Eftirréttar daðla, fersk, með macadamiu hnetu, 85% súkkulaðibita og eðal fína möndlusmjörinu mínu!

Himnest fersk daðla með hnetu, súkkulaði og smjöri

"Einmit það sem mig langaði í" deginum er hér með alveg að ljúka hvað mat varðar! Fullkominn í alla staði!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt

alltaf gaman að lesa - flottar og girnilegar myndir

Sigrún Óskars, 21.7.2009 kl. 19:08

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Takk fyrir það Sigrún. Gaman að heyra þetta

Elín Helga Egilsdóttir, 21.7.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband