Balsamic kjúlli með timian, rauðlauk og möndlum

Æji já, þessi kjúlli var svaka fínn. Reyndar er kjúlli alltaf fínn en gúmmulaðið og sósan sem fylgdu honum slógu í gegn! Geri þetta án efa aftur, jafnvel með fisk. Það tekur um það bil 40 mínútur, frá byrjun til enda, að elda réttinn. Ég notaði heilan kjúkling, niðurskorinn. Væri líka hægt að nota t.d. 4 kjúklingabringur, skinn og beinlausar.

Balsamik kjúlli með timian, rauðlauk og möndlumHráefni f/4

4 bein- og skinnlausar kjúllabringur

1/4 bolli heilhveiti

3/4 tsk salt og pipar

2 msk olía

1 stóran rauðlauk, skorinn langsum og svo í mjóar lengjur.

Möndlur eftir smekk.

2 msk balsamic edik

1 bolli kjúklingasoð/kraftur (ég notaði tening)

1/2 tsk þurrkað timian eða 2 tsk ferskt.

Byrja á því að hella 1/4 bolla heilhveiti, 1/2 tsk salti og 1/2 tsk pipar á disk. Velta bitunum, eða bringunum, upp úr hveitiblöndunni og steikja í 2 msk olíu á heitri pönnu. Tæplega 10 mín á hvorri hlið, eða þangað til bringurnar eru steiktar í gegn. Taka þá bitana til hliðar og breiða álpappír yfir til að halda á hita.

Balsamik kjúlli í bígerð

Nú skal hella rauðlauknum og möndlunum á heita pönnuna og steikja í 1 - 2 mínútur. Subbumynd en gott bland! Næst þegar ég geri þetta ætla ég að bæta við sveppum.

Balsamik sósa með kjúlla, fyrsta stig

Þá þarf að bæta út á pönnuna kjúklingakraftinum, timian, ediki ásamt restinni af saltinu og piparnum eða 1/4 úr teskeið. Leyfa að malla þangað til laukurinn er orðinn mjúkur og soðið orðið aðeins þykkara. Svolítið eftir smekk.

Balsamic edik sósa með timian, möndlum og rauðlauk

Ég tók bringurnar frá og bætti þeim út á pönnuna rétt áður en soðið varð reddí. Leyfði þeim aðeins að sjússa þar. Restina af kjúklingnum, læri og vængi, setti ég í eldfast mót og inn í ofn. Um það bil 10 mín áður en ég tók kjötið út úr ofninum hellti ég restinni af balsamic-lauk sósunni yfir. Flott með fersku grænmeti, grjónum og/eða brauði.

Balsamik kjúlli með timian, rauðlauk og möndlum

Mmmm.. verður gott að bíta í þetta í vinnunni á morgun! Óje!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Solis

Flott uppskrift Getur thu baett mer a bloggid thitt ? Eg elska allar uppskriftir sem eg get fundid,so please add me

Ásta Björk Solis, 19.7.2009 kl. 20:43

2 identicon

Svei mér þá ef ég tek ekki upp þá reglu að gá hvað hún Ella litla hefur sett hér inn áður en hugað er að næstu máltíð.  Pottþétt mál að þá væri sko nógu fjölbreyttur matseðill á heimilinu. 

Ég sit með fullan munn af vatni því þessi uppskrift kallar á slíkt......kjúklingur, rauðlaukur, timian...........balsamikedik.......úllalala namminamm. Reyndar væri kjúllinn það eina sem allir hinir á heimilinu myndu setja inn fyrir sínar varir en það gerði bara ekkert til því þá fengi ég bara meira

Bestu kveðjur,

Sólveig.

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 23:13

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Solla: Hahaha .. um að gera Solla mín. Líka fínt að búa barasta til mat sem manni sjálfum þykir æðislegur, því jú, þá borðar hann enginn nema maður sjálfur

Ásta: Þá er það klappað og klárt. Vona að þér líki vel

Elín Helga Egilsdóttir, 20.7.2009 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband