Matur úr öllum áttum

Stundum langar manni bara í eitthvað. Ekki endilega heilstæða máltíð heldur hambó og ost, svo kannski smá múslí og eitt epli. Einmitt það sem ég gerði í kvöld. Langaði óstjórnlega í eggja-tortillu, steikt grænmeti, brauð... svo ég púslaði því saman. Muna bara að borða ekki beint út úr ísskápnum, þá er hættara við því að þú borðir yfir þig! Wink

Mig langar í allt - matur

Eggjakakan samanstendur af 1 msk graskersmauki, 1 msk hreinu próteini og 1 dl eggjahvítum. Með henni hafði ég steikta sveppi, lauk, blómkál og spínat. Hummus fylgdi með herlegheitunum, smá sæt kartafla, sinnepssósa síðan í humrinum um daginn og graskersbrauð sem ég bakaði í gær! Ójá - það er æðislegt! Set uppskriftina vonandi inn á morgun!

Skrokkurinn kátur eftir átið. Nokkuð magnað hverju hann sækist eftir dag frá degi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl - enn einu sinni ég   Er að reyna mig við granólastangirnar þínar þegar þú talar um hafra .. ertu þá að meina eins og maður notar í hafragraut eða eitthvað annað?

 Ég er búin að fara í cabout allar heilsuverslanir á höfuðborgarsvæðinu og það virðist hvergi fást "puffed wheat" (né spelt) .. veist þú nokkuð hvar maður gæti nálgast það?

  Ég hef ekki undan að prófa spennandi réttina þína  henta ágætlega fyrir"sweet tooth" eins og mig.

hilsen -SultuÁsta

Ásta (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 21:48

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Úúúú.. en gleðilegt að heyra vona að þér líki vel. Er svoddan sætugrís sjálf!

Já, bara venjulegir hafrar. Solgryn til dæmis. Ég nota þá yfirleitt, eru ódýrastir. Á bæði grófa og fína.

Puffed Wheat, ég keypti það nú bara í Bónus. Svolítð ódýrara þar en litlar pakningar í heilsubúðum. Kannski ekki lífrænt ræktað og sykurlaust - það er hunangsristað - en alveg ágætt næringarlega séð. Þú gætir líka notað t.d. hrískökur eða rice crispies.

Það er allskonar sniðugt hægt að kaupa í Fjarðarkaup. Ég veit að speltið fæst þar og í Hagkaup. Rak líka augun í spelt í Bónus um daginn.

Vona að þetta gagnist þér eitthvað og já, sultan er alveg að slá í gegn. Eeeelska hana!!

Elín Helga Egilsdóttir, 16.7.2009 kl. 22:06

3 identicon

Þú meinar -notarðu s.s. bara "Guld korn"?

Frábært, maður getur líka étið á sig gat af henni og verið algerlega laus við samviskubit.

Ég dáist nú að þér að gefa þér tíma í alla matre iðsluna, kvölds og morgna.  Kannski því mér leiðist svoldið að braska í eldhúsinu   Ætla nú samt að prófa mig áfram í sumarfríinu þá hefur maður meiri tíma.

Ásta (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 22:57

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahaha já, Guldkorn er það nú víst  Helv.. er maður nú skarpur!

Ég er nú rétt nýbyrjuð að reyna að "elda" eitthvað að viti og finna mér sniðugar uppskriftir. Er miklu meira fyrir það að baka og búa til svoleiðis nammi  En þetta er allt að koma. Sérstaklega þegar maturinn heppnast vel!

Þú átt eftir að brillera í sumarfríinu! Njóta þess að vera til og borða góðan mat. Bara æðislegt!

Elín Helga Egilsdóttir, 17.7.2009 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband