'Makkarónur' hafrar og kókos

Mér þykir kókos æðislegur á bragðið. Bjó mér stundum til hálfgerðar kókoskúlur og geri enn við hátíðleg tækifæri. Kókos, hveiti, sykur og eggjahvíta. Æææðislega góðar en svo skelfilega óhollar. Er því búin að vera að prófa mig áfram í kókosnamminu undanfarið og ætla að reyna að gera nokkrar sniðugar uppskriftir til að grípa í þegar nammigrísinn kallar. 

Makkarónur - 50/60 stk

Makkarónur, hafrar og kókos2 bollar hafrar

2 bollar kókos

1 msk vanillu- eða möndludropar, ég notaði möndlu, átti ekki vanillu.

1 dl hunang

3 dl eggjahvítur, rétt rúmlega. (10 stk)

Ögn af salti

Dökkt súkkulaði og möndlur til skreytingar, ef vill.

Hræra öllu saman, nema súkkulaði og möndlum, og skófla upp með skeið á bökunarpappír. Ef þið viljið möndlur á toppinn, raða þeim á kökurnar áður en þeim er stungið inn í ofn. Baka við 180 gráður í 12 - 15 mínútur, eða þangað til fallega gylltar.

Makkarónur, hafrar og kókos

Ef þið viljið harðari kökur, hafa þær minni og baka þangað til vel brúnar. Þá kemur stökk og girnileg skorpa utan á þær. Mýkjast aðeins við geymslu en eru virkilega bragðgóðar og skemmtilegar. Möndludroparnir gefa kökunum hálfgert marsípanbragð - ææðislega gott ef þið fílið t.d. kransakökur. Súkkulaðinu má vel sleppa. Þær eru svo til sykurlausar miðað við magn af hunangi í allan þennan skammt, fullar af flóknum kolvetnum, próteinum, hollri fitu og trefjum! Ætla að skella inn næringargildi per köku á næstunni.

Makkarónur, hafrar og kókos

Vinnufólkið mitt fílar kökurnar vel og Palli át um það bil 10 nýbakaðar í gær. Þið sem eruð kókosætur ættuð því að gúddera þessar elskur ágætlega!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband