Graskers prótein pönnsa

Búin að vera með grasker á heilanum í nokkurn tíma. Rak augun í niðursoðið grasker í Hagkaup um daginn. Það kallaði á mig! Ég varð að kaupa það!

Niðursoðið grasker

Búin að hugsa mikið um hvað best sé að nota það í. Brauð, graut, lasagna, muffins, prótein pönnukökur... bjó til pönnukökuna í gærkvöldi fyrir viðbitið í dag! Ætla að móta graut um helgina, brauð í vikunni og vil endilega prófa mig áfram í lasagnagerð sem fyrst! Graskersmaukið er ekki ósvipað sætri kartöflu, hvað bragð og áferð varðar, og stútfullt af allskonar vítamínum og gleðilegheitum. Mjög fáar hitaeiningar, 40 he. í 122 grömmum. Ekki slæmt það!

Graskers prótein pönnsaGraskers prótein pönnsa

1,5 dl eggjahvítur (4 - 6 stk)

60 gr. grasker. Ætli það hafi ekki verið um það bil 1/2 dl?

1 msk hreint prótein

kanill, múskat, vanilludropar

Steikja á pönnu og versogúú!

Niðurstaða:

Vantaði meira af kryddunum, fann vel fyrir blessuðu graskerinu. Svolítið, jah... kornótt? Veit ekki hvort það hafi verið gott eða vont! Kláraði samt pönnsuna og síðasti bitinn var barasta fínn.

Hvað geri ég öðruvísi næst?

Nota minna af graskeri, 1 msk kannski. Krydda smá meira og sleppi jafnvel próteininu! Hella helming af blöndu á pönnuna fyrir þynnri pönnsu og borða með einhverju gúmmulaði inní! Skyr, jógúrt, ávöxtum...

Verður eitthvað næst?

Hætti ekki fyrr en pönnsan verður ofur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband